Í gær lét önnur sjónvarpsstöðin fréttaritara sinn í Færeyjum fabúlera eitthvað um að líklega hefði verið kominn meirihluti fyrir samþykki frumvarps um bætta réttarstöðu samkynhneigðra þar í landi, en upphlaup á Norðurlandaráðsþingi hefði skemmt fyrir.
Ja, svei! Er sannfæring fólks á þinginu þar svona aum? Getur staðist að fólk hafi, af fyllstu einlægni og sannfæringu, ákveðið að kippa þessu í liðinn, en ætli núna að snúa baki við þeirri mannréttindahugsjón sinni, af því að útlendingar leyfa sér að hafa skoðun á málinu?
Í fyrra töldu menn sig hafa meirihluta fyrir sama frumvarpi, en það var nú samt fellt með 20 atkvæðum gegn 12. Einhverjir hafa þar komið heldur óhreint fram og gefið í skyn að þeir ætluðu að styðja mannréttindi, en snúist svo hugur. Ekki voru Íslendingar að skipta sér neitt sérstaklega af þá.
Aularök.
Friday, November 03, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
í ljósi annars pistils um rasisma etc þá væri gaman að velta því fyrir sér hvað mundi gerast við fylgi stjórnmálaflokks á Íslandi sem viðraði að hann væri reyndar sammála þessum "frjálslynda" meirihluta færeyska þingsins varðandi réttindi samkynhneigðra. Mig óar við tilhugsuninni. Auðveldara að opinbera fordóma sína nafnlaust í skoðanakönnunum heldur en tala upphátt og merkilegt að frændur vorir í Færeyjum skuli þora að vera svona harðlínumenn á 21.öldinni. Skýrist hugsanlega með stífara kristnihaldi heldur en hjá guðlausum Íslendingum.
KS
Post a Comment