Ég er búin að bíða spennt eftir jólatónleikum í Höllinni. Þar átti Sinead O'Connor að syngja (eða Kate Bush ef Sinead væri upptekin) og fado-söngkonan Mariza frá Portúgal, ásamt minni spámönnum.
Núna eru tónleikarnir auglýstir. Engin Sinead, engin Kate, engin Mariza en hins vegar koma bæði Eleftheria og Patricia.
What the ....???
Svo verður Petula Clark heiðursgestur tónleikanna. Hún átti hit árið 1964.
Það er huggun harmi gegn að Eivör Pálsdóttir verður þarna. Hún er snillingur. Og mér skilst að þessi Sissel geti sungið, en hún er norsk, svo ég hef töluverða fordóma.
Thursday, November 16, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment