Friday, November 24, 2006

Úr hugarfjötrum

,,Hugarfjötur - ný bók eftir höfund Alkemistans. Í Hugarfjötri birtist ekki einungis kraftmikil og heillandi frásagnargáfa Paulos Coelhos heldur einnig einstakur skilningur hans á hlutskipti mannsins í heimi óendanlegra möguleika."
Þessi auglýsing ómaði í sjónvarpinu og Kata gat auðvitað ekki stillt sig um að gefa í skyn að nú væri hún búin að finna réttu jólagjöfina handa mér.
Mér var ekkert sérstaklega skemmt.
Kata hefur allaf látið eins og hún væri afskaplega leið á öllu fjasinu í mér um hversu arfavond bók Alkemistinn er, en nú hefur hún viðurkennt að henni er óskaplega létt. Hún hafði nefnilega af því töluverðar áhyggjur, þegar ég keypti það bölvaða rit, að ég væri að sökkva í einhverja naflaskoðun og sjálfsmatsendurnýjun.
,,Og það hefði verið skilnaðarorsök," segir hún.
Mér finnst nú að hún hefði alveg mátt gera tilraun til að koma í veg fyrir bókarkaupin fyrst hún leit svona á málin. En ætla ekki að detta í neina naflaskoðun af því tilefni.

1 comment:

Anonymous said...

Væri ekki ráð að setja upp lista yfir bækur sem er óþarfi að eyða aurum í? Hér er ein: Elia Barceló: Leyndarmál gullsmiðsins (El secreto del orfebre.) Það var mælt þvílíkt með þessari bók í sænskum bókmenntaþætti, en hún er því miður í "alkemistastílnum"..
Bryndís