Sunday, November 12, 2006

Hvar eru konurnar?

Niðurstöður úr prófkjörum eru stundum afskaplega leiðinlegar. Hvar eru allar konurnar í Suðurkjördæmi? Ekki eru þær á lista Sjálfstæðisflokksins. Eða Samfylkingarinnar, þótt þar verði krafsað í bakkann með einhverjum kvóta. Eða Framsóknarflokksins.
Síðast í dag var ég að rifja upp kvennafrídaginn árið 1975. Þá var ég fimmtán ára og sannfærð um að allt væri að þokast í rétta átt. 31 ári síðar er ég eðlilega farin að örvænta. Látum vera þótt mín kynslóð standi í sama strögglinu og þá. En verður þjóðfélagið eins þegar stelpurnar mínar verða fullorðnar?

No comments: