Í gærkvöldi komu ágætar konur í heimsókn. Ég asnaðist til að fara að býsnast enn og aftur yfir Alkemistanum, þrátt fyrir að Kata hvessti á mig augun, löngu búin að fá hundleið á umræðuefninu.
Auðvitað kom í ljós að önnur þessara ágætu kvenna hafði lesið bókina og litist svona ljómandi vel á hana. Hún lýsti söguþræði bókarinnar frá bls. 19 og til enda, í vonlausri tilraun til að sannfæra mig um ágæti hennar.
Mátulegt á mig.
Thursday, November 16, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment