Sunday, November 26, 2006

Löng aðventa

Á föstudaginn var ég að byrja á aðventupistli í Moggann þegar mér var bent á að enn væri rúm vika í að aðventan hæfist.
Ég komst hins vegar ekki undan loforði við dæturnar um að við myndum byrja að skreyta um helgina.
Núna er komin þessi fína jólasería á þakskeggið. Hvíta jólatréð, sem átti að standa við útidyrna, reyndist hins vegar eitthvað bilað, svo það verður ekki sett út fyrr en líður á vikuna.
Þetta verður ljúf og löng aðventa.

No comments: