Frábær helgi að baki. Á laugardag heimsóttum við Addý og Báru í sumarbústaðinn í Skorradal. Þar var dekrað við okkur, m.a. með snilldar rizotto.
Á sunnudagsmorgun var Logalandið á kafi í snjó. Við fórum út með snjóþoturnar og nágrannarnir á nr. 2 bættust í hópinn. Flott fimm barna lest sem brunaði niður brekkuna ;)
Svo gerðum við flott snjóhús við nr. 2, fengum heitt súkkulaði með rjóma, fullorðna fólkið dálitla púrtvínslögg og þá var orðið nógu dimmt til að fara með kertalugtir út í snjóhús.
Ungarnir hamingjusamir.
Fullorðna fólkið örmagna.
:)
Sunday, November 19, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment