Monday, November 27, 2006

The Vikings are coming

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/magazine/6170062.stm
Þessi grein BBC, sem Bryndís systir sendi mér, er eins og við Íslendingar viljum hafa greinar um okkur. Meira að segja fyrirsögnin er okkur að skapi. Við erum fá og smá, en afskaplega kná. Og við erum dálítið skrítin, en ekki ógnvekjandi.
Verst að Danir skuli sífellt vera að ergja okkur með öðruvísi skrifum, sem ríma ekki við þessa skemmtilegu sjálfsmynd.

3 comments:

Anonymous said...

Hefur nokkur gáð að því hvort að þessi grein kemur ekki frá PR átaki Baugsmanna eða Útflutningsráðs ? Svona greinar skrifar enginn nema fyrir a.m.k. frímiða til Íslands í boði Icelandair. Nei annars, blaðamenn eru vandaðri að virðingu sinni en svo ;) Kristján

Anonymous said...

annað mál: Það virðist sem þú sért að blogga þetta kl 3 og 4 að nóttu. Er ekki svefnsamt í Logalandinu???? Ég hef heyrt að fólk sofi minna með aldrinum en samt.....

Ragnhildur said...

Kæri bróðir.
Ég skil vel að þú hafir áhyggjur af siðferði blaðamanna, það er næg ástæða til. Hins vegar sofum við svefni hinna réttlátu, merkilegt nokk. Ég hef bara aldrei stillt klukkuna á blogginu ;)
r