Thursday, November 23, 2006

Verði ljós

Fyrir fimm vikum varð efri hæðin í Logalandinu rafmagnslaus. Ég reyndi að dekstra rafmagnstöfluna til, setja einn rofa upp í einu og finna þannig hvar meinið lá. Það dugði ekkert, bilunin var svo alger að öll taflan var úti.
Mér tókst, í gegnum klíkuskap, að fá rafvirkja med det samme. Hann tók töfluna í sundur, fann biluðu tenginguna og tókst að koma rafmagni á eftir hæðina, fyrir utan forstofu og gestabað. Og engin lýsing var í stétt fyrir framan hús. Svo sagði hann að ég yrði að fá kollega hans til að rekja bilunina á réttan stað, líklega væri þetta ónýtur spennir fyrir halogen-ljós.
Fimm vikum síðar kom loksins, loksins kollegi hans, eftir ótal simtöl og jafn mörg loforð um að hann kæmi ábyggilega ,,á morgun". Sá opnaði töfluna á ný, stakk vírnum á sinn stað, allt lýstist upp og engrar bilunar vart.
,,Ef slær út aftur hjá þér þá hringirðu bara og ég kíki á þetta."
Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.

1 comment:

Anonymous said...

Þetta er náttúrulega bara týpískt "iðnaðarmannamál" :) kv. Greta