Nú sprettur hver vitringurinn upp á fætur öðrum og hrópar um rasisma og jafnvel nasisma. Ástæðan virðist fyrst og fremst einhver ummæli manna í Frjálslynda flokknum, alla vega virðast ummæli Ögmundar Jónassonar og Grétars Þorsteinssonar á ASÍ þingi, um erlent vinnuafl, ekki teljast með. Samt sé ég lítinn mun þarna á.
Á þessari umræðu eru tveir gallar. Annar er sá, að sumir menn eru einfaldlega ekki nógu vel gefnir til að ræða um innflytjendur án þess að verða fótaskortur á tungunni og hljóma eins og argasta afturhald. Kannski eru þeir jafnvel rasistar.
Hinn gallinn er pólitísk rétthugsun, sem ætlar allt lifandi að drepa. Er það virkilega svo, að ef einhver segir að huga verði að hugsanlegum erfiðleikum vegna mikils fjölda innflytjenda, þá sé hinn sami umsvifalaust stimplaður rasisti? Er einhver glóra í því? Er ekki miklu glórulausara að gera kröfu um íslenskunám fyrir innflytjendur, en bjóða svo ekki upp á slíkt nám? Er ekki glórulaust að ætlast til að börn innflytjenda sæki íslenska skóla, en ganga ekki úr skugga um að námsefni falli að breyttu samfélagi? Er ekki alveg glórulaust að spyrða íslenskan smáflokk við hreyfingar Le Pen og idjótans í Austurríki, af því að einhver þar innanflokks nefndi að Íslendingar ættu að forðast að falla í sömu innflytjendagryfjur og nágrannaþjóðir?
Sumum ferst afskaplega illa að tjá sig um þessi mál. Blaðagrein, þar sem höfundur segir nánast hreint út að hann sé afskaplega hlynntur hvítum, kristnum innflytjendum frá Norður-Evrópu, er auðvitað afskaplega slæmt innlegg og væri hlægileg ef maðurinn teldi sig ekki eiga erindi inn á þing.
En þýðir það að þessi mál megi ekki ræða?
Ég get hér með upplýst, að þessi mál eru rædd. Út um allt. Það eru bara pólitíkusar sem þora ekki að opna munninn af ótta við að vera stimplaðir rasistar.
Og kannski engin furða miðað við ómálefnalega umræðu síðustu daga.
Tuesday, November 07, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Loose [url=http://www.globalsba.com/online-invoicing.htm]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget masterly invoices in one sec while tracking your customers.
Post a Comment