Friday, December 15, 2006

Skýringar og skilningur (Viðhorf í Mbl. 15/12)

Í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi um síðustu helgi var frá því skýrt að lögreglunni hefði blöskrað framkoma og tillitsleysi vegfarenda á slysstaðnum. Hið sama mun hafa verið upp á teningnum í fleiri slysum. "Eru þess dæmi að aðvífandi ökumenn hafi skammast í lögreglu og sett ofan í við hana vegna tafa á umferð á slysstað," sagði meðal annars í frétt Morgunblaðsins sl. mánudag. Þar kom fram að sumir ökumenn gangi svo langt að aka beinlínis í gegnum vettvang slysa og hafi engan skilning á því að lögregla þurfi að hafa frið til að ljúka vettvangsrannsókn.
Framkoma sem þessi er auðvitað forkastanleg og þeim sem hana sýna til háborinnar skammar. Ég ætla mér alls ekki að reyna að afsaka þessa hegðun, en mig grunar að hún eigi sér ef til vill einhverjar skýringar, aðrar en þær að viðkomandi ökumenn séu öðrum verr innrættir. Þar staldra ég sérstaklega við skilninginn, sem sagt er að ökumenn skorti á nauðsyn þess að lögregla ljúki vettvangsrannsókn.
Skilning er erfitt að öðlast, ef engar eru upplýsingarnar. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur nefnt, að tímabært sé að setja upp upplýsingaskilti við helstu stofnæðar til borgarinnar. Með slíkum skiltum mætti hæglega koma þeim skilaboðum til vegfarenda, að vegurinn sé lokaður vegna slyss. Og ef menn bera gæfu til að setja skiltin upp á réttum stöðum, þá eykur það möguleika vegfarenda á að velja aðra leið. Að minnsta kosti mun það auka skilning á aðstæðum og með auknum skilningi kemur virðing og umburðarlyndi.
Íslenskir vegfarendur hafa alist upp við afskaplega slælegar merkingar á vegum. Þau eru óteljandi skiptin, sem ég hef nánast ekið ofan í skurð, eða út af vegi, af því að engar merkingar um framkvæmdir var að finna fyrr en á skurðbarminum. Þar virðist einu gilda hvort framkvæmdirnar eru innan borgarmarkanna eða úti á þjóðvegunum.
Ég man líka eftir allnokkrum skiptum, þar sem ég hef setið föst í umferð, bæði innan borgar og utan. Oft hef ég haldið að einhvers staðar hafi orðið stórslys. Raunin hefur hins vegar oftast nær verið sú, að einhverjar vegaframkvæmdir stóðu yfir og þeir sem þar stóðu að verki höfðu ekki hugsun á að láta fólk vita tímanlega, t.d. svo það gæti valið sér aðra leið. Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítinn skilning og enga þolinmæði með því verklagi.
Hér er auðvitað ólíku saman að jafna, töfum vegna gatnaframkvæmda og lokun vegar vegna alvarlegs slyss. En þegar ökumenn hafa alist upp við gegndarlaust tillitsleysi vegna vegaframkvæmda þá hættir þeim áreiðanlega til að álykta sem svo, að biðröðin mikla, sem þeir sitja fastir í, eigi sér einhverjar slíkar skýringar. Engar merkingar segja þeim til um hvað er á seyði. Þeir verða pirraðir og láta það bitna á þeim sem síst skyldi.
Og þrátt fyrir öll fögru orðin um öryggishlutverk ríkisútvarpsins geta þeir ekki treyst á að finna upplýsingar á einni rás fremur en annarri. Umferðarstofa á að vísu í samstarfi við Rás 2 virka daga og segir fréttir af umferð og færð víða um land upp úr 7:30 á morgnana, aftur kl. 14:15 og loks eftir fréttir kl. 17. Á laugardögum heyrist í umferðarútvarpinu á Rás 1. Að öðru leyti er ekki hægt að ganga að neinum fréttum vísum um færð, lokanir og slys.
Upplýsingaskilti eru ágæt leið til að koma skilaboðum til vegfarenda. Nú þegar er slík skilti að finna í nágrenni höfuðborgarinnar, t.d. í Mosfellsbæ, við Rauðavatn og við rætur Hellisheiðar. Þau sýna m.a. hitastig, færð á fjallvegum og vara við hættulegum vindhviðum. Þessum skiltum er hægt að breyta fyrirvaralaust frá höfuðstöðvum Vegagerðarinnar, en þau eru með þeim annmarka að texti getur í mesta lagi verið 10 stafir. Þau nýtast því takmarkað til að vara við lokun vegna alvarlegra slysa, þótt dæmi séu vissulega um slíkt.
Í Hvalfjarðargöngunum er vegfarendum bent á að hafa útvarp sitt stillt á Rás 1, Rás 2 eða Bylgjuna. Ef eitthvað gerist í göngunum geta vaktmenn í gjaldskýli rofið þessar útsendingar og komið skilaboðum og leiðbeiningum til ökumanna. Útsendingarnar rofna hins vegar ekki hjá hlustendum útvarpsstöðvanna, sem staddir eru annars staðar.
Er tæknilega mögulegt að koma þessu kerfi á annars staðar? Alls staðar? Væri hægt að hafa skilti með reglulegu millibili í vegkantinum, sem segir fólki á hvaða rás það á að stilla, ef það þarf upplýsingar um óhapp eða framkvæmdir á þeim vegi sem það er statt? Og lögregla gæti þá rofið útsendingar á afmörkuðum svæðum til að koma nauðsynlegum upplýsingum á framfæri.
Skilti, sem benda vegfarendum á útvarpsrásir, sjást mjög víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum. Þar hafa menn reyndar bolmagn til að reka sérstakar umferðarrásir allan sólarhringinn og kannski væri í allt of mikið ráðist hér á landi.
Annar möguleiki er sá, að nýta sér almenna farsímaeign landsmanna. Allir geta núna sótt sér fréttir í gemsana og þá ætti að vera hægur vandi að sækja sér líka umferðarupplýsingar. Slíkt kerfi er t.d. við lýði í Bretlandi.
Í kjölfar banaslyssins á Vesturlandsvegi hafa vegfarendur haft samband við lögregluna og beðist afsökunar á framferði sínu. Þeim er ekki alls varnað, þótt augnabliks óþolinmæði og tillitsleysi hafi leitt þá í ógöngur. Slíkar uppákomur verða áreiðanlega færri, og jafnvel úr sögunni, ef vegfarendur fá skýringar og öðlast þar með skilning.

4 comments:

Anonymous said...

It isn't hard at all to start making money online in the hush-hush world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat videos[/URL], It's not a big surprise if you have no clue about blackhat marketing. Blackhat marketing uses little-known or little-understood ways to produce an income online.

Anonymous said...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]casino[/url] check the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]free casino games[/url] unshackled no store hand-out at the foremost [url=http://www.baywatchcasino.com/]casino online
[/url].

Anonymous said...

[url=http://www.onlinecasinos.gd]Online casinos[/url], also known as accepted casinos or Internet casinos, are online versions of household ("pal and mortar") casinos. Online casinos acquit someone accept gamblers to warpaint the metropolis red and wager on casino games lifestyle the Internet.
Online casinos superficially invite odds and payback percentages that are comparable to land-based casinos. Some online casinos exhort on higher payback percentages with a take it downheartedness automobile games, and some part the expos‚ anent payout portion audits on their websites. Assuming that the online casino is using an aptly programmed indefinitely assorted generator, catalogue games like blackjack necessitate an established congress edge. The payout part after these games are established former times the rules of the game.
Unalike online casinos monogram on in obtain a load of or tackle their software from companies like Microgaming, Realtime Gaming, Playtech, Intercontinental Pastime Technology and CryptoLogic Inc.

Anonymous said...

Realize how to start using buttercream, fondant, marzipan furthermore sugary snacks
together to produce hammering designs. These kinds of pens are
produced from high-quality requirements & the methods very easy objects has
the potential to magnify that you simply firm's extremely own standards & ideas about using tasks. Very, the very enjoy doing is cleaning brewer is what makes you sense found on domicile, it incredibly is the reason why you really satisfied in circumvent even supposing green tea research conducted which cup related to Java. property. They're then you should grow to be spread
inside will bark or sometimes moss on the orchid flowers.

Of course, each and every the contaminates will be loosened otherwise neutralized by way
of the consuming water course of treatment.

Also visit my blog; coffee grinder brewer reviews