Wednesday, December 27, 2006

Gleði, gleði og gleðilega rest !

Aldeilis hefur nú lífið leikið við mig þessa síðustu daga! Ég hef hins vegar komist að raun um, enn einu sinni, að jólin eru bara fyrir fílhraust fólk. Allur maturinn á aðfangadag, Drottinn minn! Til allrar hamingju var uppstytta á jóladag, fyrir utan allt of ríkulegan brunch hjá vinum, en svo tók konfektið við, enda algjörlega ómögulegt að lesa jólabækur konfektlaus.
26. desember mætti mitt fólk í hlaðborð í hádeginu og um kvöldið var hangikjöt hjá tengdó. Í kvöld ætla nokkrir vinir að líta við, í mat að sjálfsögðu.
Mikið var ég fegin að fá brauðsneið með osti og fljótandi skyr.is í hádeginu í dag.
Lifi mötuneyti Moggans!

No comments: