Jæja, þá er ég byrjuð að skreyta básinn minn. Tíu litlir, upplýstir jólasveinar hanga núna uppi. Þeir vekja ekkert sérstaklega mikla hrifningu. ,,Ósköp er þetta sérvitringsleg jólaskreyting," sagði aðstoðarritstjóri (ekki þó sá sem leiðir dómnefndina).
Þetta er reyndar rétt hjá honum. Jólasveinarnir eru nefnilega engir alvöru jólasveinar, heldur sænskir jólanissar, einhvers konar ævintýradvergaafbrigði. Í brúnum buxum og bláum treyjum, en að vísu með rauðar skotthúfur.
Þetta hef ég upp úr því að versla í IKEA.
Tuesday, December 05, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment