Blessuð rjúpan hefur ekki beinlínis flogið í fangið á veiðimönnum þetta haustið. Af fréttum að dæma þurfa margir að sleppa þessum hátíðarmat og borða eitthvað óæðra.
Pabbi bjargaði okkur Kötu um nokkrar rjúpur, sem ættu að duga fyrir okkur og tengdó þessi jólin. Kata er greinilega ekkert of viss, því hún lýsti því yfir að ef ég næði ekki að losa mig við kvefið sem þjakar mig núna, þá fengi ég enga rjúpu! Henni finnst algjör óþarfi að splæsa slíku góðgæti á manneskju með bilað bragðskyn.
Ég hef fullan skilning á þessu sjónarmiði hennar.
Friday, December 22, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment