Wednesday, December 20, 2006

Himnasæluvist

Ekki veit ég hvað yrði um stelpurnar mínar ef leikskólans nyti ekki við. Það er nú meiri himnasælustaðurinn.
Á mánudag fór allur skarinn á Rauðu deildinni í heitt kakó og vöfflur heima hjá Lindu leikskólakennara. Hún var auðvitað búin að skreyta og setja upp jólatré fyrir krílin.
Á þriðjudag fór hópurinn upp í Hallgrímskirkjuturn og alla leið í Ráðhúsið. Held nú samt að strætóferðin hafi verið skemmtilegust :)
Í dag fáum við foreldrarnir að slást í hópinn í Húsdýragarðinum, hittum jólasveininn og fáum veitingar.
Og á morgun er náttfatapartý á Rauðu deild.
Heldur einhver að við Kata séum með samviskubit yfir að "geyma" þær systur í þessari sælu alla daga? Onei!