Thursday, December 28, 2006

Sjálfbær

Skrítið þetta jólaveður, alltaf rok og rigning. Global warming, svei mér þá.
Við í Logalandinu látum ekki deigan síga, í gær var 10 manna matarboð, en til allrar hamingju sáu gestirnir að mestu um veitingarnar. Þetta var samt þrekraun, enn einn ganginn. Ekki kompaníið, það var alveg stórfínt, enda stóð gleðin fram á nótt. Ég kveið morgninum verulega þegar ég fór að sofa klukkan 4 og lét tómu rauðvíns-, hvítvíns-, bjór- og koníaksflöskurnar eiga sig uppi í stofu. Einhvern veginn tókst mér nú samt að vera mætt hér á Mogga klukkan 9.
Í gærkvöldi var mér bent á baksíðupistil sem Gerður Kristný skrifaði í Fréttablaðið. "Þegar Ragnhildur skilaði jólunum". Ég var auðvitað ákaflega upp með mér yfir fögrum orðum hennar um Viðhorfið mitt, þar sem ég lýsti megnustu andúð á þessu eilífa stress- og eyðslutali í kringum jólin.
Núna gæti ég kannski skrifað Viðhorf um pistilinn hennar Gerðar. Við gætum stundað svona sjálfbæra blaðamennsku á víxl ;)

No comments: