Thursday, December 21, 2006

Skoðanaleysi eða sæla?

Svei mér þá, mér tekst ekki að koma saman Viðhorfi fyrir morgundaginn. Undanfarið hef ég bara skrifað aðra hvora viku.
Hverju er um að kenna? Skoðanaleysi mínu? Eða er desember bara svo dásamlegur að ég kem ekki orðum að því og get enn síður fengið mig til að kvarta og kveina, jafnvel þótt meðferðarstofnanir og Framsóknarflokkurinn gefi tilefni til?
Svei mér þá!

2 comments:

Anonymous said...

Kannski geturðu skrifað um nauðsyn þess að Framsókn fari í meðferð? Ég trúi því að sú umræða gæti fyllt nokkur Viðhorf :)
K

Ragnhildur said...

Úff, held að meira að segja Framsókn eigi ekki skilið að vera spyrt við þessa tilteknu meðferðarstofnun akkúrat núna :(