Monday, December 11, 2006

Julefrokost

Þessi helgi var afskaplega ljúf.
Á laugardaginn komu lögspekingarnir miklu í heimsókn (hvað hét annars "lögmannsstofan" sem við stofnuðum í einhverju verkefninu?) Við borðuðum paté og salami og reyktan ál og hrátt hangikjöt og stríðstertu í desert, drukkum jólabjór og staupuðum okkur á ákavíti. Öll nema Dúdda. Hún borðaði að vísu og drakk bjórinn, en þarf greinilega að taka sig á í sterku drykkjunum.
Hófið fór hið besta fram og stóð allt þar til tilvonandi prestfrú laumaðist burt í limósínu til að læra súludans.
Þetta er undarlegur hópur.
Á sunnudeginum endurtók sagan sig, með gestum, paté, salami, ál og hangikjöti, en þar sem þetta var hinn alræmdi matarklúbbur heldri og eldri (miðað við lögspekingakjúklingana) borgara bættist á metseðilinn reyktur lax og reykt síldarsalat. Bjór og ákavíti aftur...
Og aftur.
Síðari hópurinn er líka smáskrítinn.
Mikið gott að eiga góða vini og halda julefrokost. Næst verður þetta kannski ekki um sömu helgina, allur þessi matur og drykkur er töluverð þrekraun, jafnvel alvönu fólki.

6 comments:

Anonymous said...

LögMAN (ehf.)............ hvernig geturðu gleymt þvílíku og öðru eins snilldarnafni!
L-eifur Ö-rn G-unnarsson MAN var með einhverja þrælsskírskotun til hins ljósa mans Halldórs Laxness. Sem sagt ekki bara lögspekingar þarna á ferð.. heldur bara SPEKINGAR punktur! :) En af þessu má jafnframt sjá að Leifur litli kvennahræddi hefur örlítið tangarhald á okkur "dömunum"

Kv. Magga... sem er öll að hressast í blogginu..

Ragnhildur said...

Alveg rétt, LÖGMAN var það ;) Hvernig okkur kellingunum datt í hug að láta Leifi eftir helming nafnsins er óskiljanlegt! Eins gott að skammstöfunin hans er L-Ö-G, þá fattar þetta enginn.

Anonymous said...

Já mikið held ég að þetta eigi eftir að verða mikil hefð hjá okkur LÖGMAN-liðinu. Spái því að við verðum komin í þennan heldri og eldri manna flokk eftir einhver ár, kjúklingarnir orðnir fiðraðir og fullþroska. En hvað sem því líður var þetta hreint og beint dásemd og algjörlega upphafið af minni aðventu.

Knús, Olla (súludansmey)

Anonymous said...

Nei nei... nú er ég ekki kelling.. heldur dama..! Sjáðu bara hvað ég er orðin pen... engin krassandi saga á laugardaginn.. þetta er hin "nýja ég". Pen og prúð dama:) ha ha ha..

Kv. Maggs

Anonymous said...

Annars er nú ekkert skrítið að þið "gömlu kellingarnar" hafið ekki munað svona ... ég unglambakjötið hef náttúrulega enn kollinn í lagi.. ! Gúbbí-fiskarnir ykkar.

Ragnhildur said...

Magga, við vitum öll að þú varst svona dömuleg og pen af því að þú varst að drepast úr flensu! Það er erfitt að segja krassandi sögur með látum þegar maður er að reyna að halda haus.
Ég treysti því að þú náir að hrista þetta af þér og verðir aftur eins og þú varst, "aðeins" minna dömuleg og pen