Tuesday, January 02, 2007

Gammablossar og þyngdarlinsur

Fyrsti vinnudagur á nýju ári og ég er búin að eyða honum í lestur um gammablossa og þyngdarlinsur. Held nú að ég muni ekki leggja stjarneðlisfræði fyrir mig í bráð, en hins vegar er nauðsynlegt að vita eitthvað í sinn haus áður en maður veður á doktora í faginu.
Skilningur: Núll.
Viðtal: Líklega stutt.

Mikið lifandi, skelfingar ósköp voru nú áramótin notaleg. Stórveisla stórfjölskyldunnar hjá höfðingjunum Ásthildi og Matta. Mér skilst að svifryk hafi aldrei mælst meira í höfuðborginni og mágur minn ber þar stærstu sökina. Látum vera þótt hann hafi sprengt fimm tíu kílóa tertur. En þessi eina 49 kílóa var ROSALEG. Traustur fýr í fýrverkeríinu.
Mér þykir líklegt að lífverur á fjarlægum hnöttum séu núna að rannsaka magnaða gammablossana úr Kleifarásnum.

Og Skaupið var gott, meira að segja mjög gott.

No comments: