Einhver eymingjaskapur að hrjá mig í dag, fór ekki í vinnu og er búin að vera eins og undin tuska. Ekkert sérstakt, einna helst einhverjar innantökur, en annars bara slen. Ég er sem sagt með einhverja linku "yfir höfuð", eins og er yfirskrift allra kafla í gömlu lækningabókinni sem pabbi á. Ég skildi ekkert í þessu sem krakki, "Bakverkur yfir höfuð" og "Fótamein yfir höfuð" voru tveir kaflar. Svo kastaði tólfunum þegar ég sá kaflaheitið "Höfuðverkur yfir höfuð".
Í dag myndu kaflarnir líklega heita "Verkur í baki aðila", eða "Fótamein sem illur valkostur" eða "Höfuðverkur sem óásættanleg niðurstaða".
Vonda mállýskan í dag er nefnilega ekkert skárri þessari dönskuskotnu i den.
Tuesday, January 09, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Blessuð viðurkenndu það, þú ert bara orðin of fullorðin fyrir stanslaus veisluhöld.
Post a Comment