Stelpurnar mínar eru á fótboltaæfingu. Mér líst ágætlega á fótboltann sem eins konar "móteitur" við öllum þessum ballett.
Kata fór með þær og þess vegna eru þær auðvitað í Valsheimilinu. Og ég sem sá flutning okkar í Fossvoginn sem fullkomna sátt: Víkingar hafa alltaf notað rauða og svarta búninga, Kata fengi þá rauða Valslitinn og ég svörtu KR-rendurnar. Sú sátt virðist nú rofin.
Að öðru: Ég hef forðast það skrítna fyrirbæri Útvarp Sögu eins og pestina, en vitað af því að þar fara menn meðal annars með hatri og illmælum gegn Margréti systur minni. Ég lét mig hafa það að hlusta á einn slíkan snillinginn á föstudag. Hann var svo óðamála í bullinu að vart skildist og ekki var skárri sá sem hringdi inn og rabbaði við hann. Þeir sneru svo málinu að karli föður mínum, en þegar þeir voru sammála um að lítið hefði heyrst frá Sverri Hermannssyni um kvótamál þá var mér allri lokið.
Lítið heyrst frá Sverri Hermannssyni um kvótamál???
Þá hló ég nú með öllum kjaftinum!
Sunday, January 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment