Í gærkvöldi sagði ég stelpunum mínum frá skreytingakeppninni miklu. Þær urðu óðar og uppvægar og nú stefnir í að þær tryggi mér sigur.
Hugmyndaflugið var ótrúlegt. Þær ætla að byggja yfir básinn minn, setja hurð, búa til platglugga og þegar gægst er inn um gluggana sjást myndir af fjölskyldunni, svo þarf hlið fyrir framan básinn og þegar hliðið er opnað heyrist tónlist og ljós kvikna. Og jólasveinn í fullri líkamsstærð dillar sér í takt við tónlistina.
Í fyrramálið ætla þær að mæta með mér í vinnuna og hrinda öllum hugmyndum sínum í framkvæmd.
Ég þori ekki að segja samstarfsfólkinu frá þessu.
Wednesday, December 06, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Það var nú gott, enda les það ekki blöggið þitt.
Helga! Þú varst búin að lofa að gera ekki athugasemd!
Á ég kannski að skýra frá innkaupum þínum í Heiðrúnu í hádeginu? Í smáatriðum? Þótt þetta hafi nú ekki verið nein SMÁ innkaupþ
Svo heitir þetta ekki blögg.
Bara bögg þegar þú skrifar
Þetta er jólablögg, og ég heiti ekki *****
Ég þekki einn sem var mjög skreytingaglaður fyrir jólin og fannst "mest töff" að hafa mikið af blikkandi ljósum og það helst í öllum gluggum heimilisins. Svona hringi eða stjörnur sem skipta litum í gríð og erg, innan frá og út í enda. Rautt, grænt, gult og ég veit ekki hvað. Húsið hans leit út fyrir að vera kínverskt hóruhús en ekki jólahús. Forðast skal allar slíkar skreytingar.. "China garden-syndromið" er eitthvað það agalegasta sem ég get hugsað mér í þessum jólaskreytingum.
Samt góð hugmynd hjá stelpunum og örugglega ekkert mál að ráða nokkra smiði til að framkvæma verkið :-)
Kv, Olla.
Olla, ég get ekki mælt með að þú komir i heimsókn í Morgunblaðshúsið, fyrst þú vilt hafa jólaskraut smekklegt. Hér er mikið skraut og allt skelfilegt. Toppurinn er jólatrésskrautið sem samstarfskona mín hengdi upp: Fjólubláir kvenleggir í rauðum skóm. Þetta er eins og draumsýn fjöldamorðingja
Post a Comment