Rafmagnið fór allt af efri hæðinni, en rafvirkinn stóð við loforðið og var mættur innan hálftíma. Honum tókst að einangra bilunina við útiljós. Núna vantar ljós í heimreiðina sem fyrr, en hann reddaði málum svo við höfum ljós í forstofu og á gestabaði.
Útiljósaskorturinn var imspírasjón fyrir enn frekari skreytingar utan dyra. Núna lýsir hvítt jólatré upp Logalandið og aðliggjandi götur.
Afskaplega er ég ánægð með þessa lööööngu aðventu mína.
Tuesday, November 28, 2006
Monday, November 27, 2006
The Vikings are coming
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/magazine/6170062.stm
Þessi grein BBC, sem Bryndís systir sendi mér, er eins og við Íslendingar viljum hafa greinar um okkur. Meira að segja fyrirsögnin er okkur að skapi. Við erum fá og smá, en afskaplega kná. Og við erum dálítið skrítin, en ekki ógnvekjandi.
Verst að Danir skuli sífellt vera að ergja okkur með öðruvísi skrifum, sem ríma ekki við þessa skemmtilegu sjálfsmynd.
Þessi grein BBC, sem Bryndís systir sendi mér, er eins og við Íslendingar viljum hafa greinar um okkur. Meira að segja fyrirsögnin er okkur að skapi. Við erum fá og smá, en afskaplega kná. Og við erum dálítið skrítin, en ekki ógnvekjandi.
Verst að Danir skuli sífellt vera að ergja okkur með öðruvísi skrifum, sem ríma ekki við þessa skemmtilegu sjálfsmynd.
Sunday, November 26, 2006
Löng aðventa
Á föstudaginn var ég að byrja á aðventupistli í Moggann þegar mér var bent á að enn væri rúm vika í að aðventan hæfist.
Ég komst hins vegar ekki undan loforði við dæturnar um að við myndum byrja að skreyta um helgina.
Núna er komin þessi fína jólasería á þakskeggið. Hvíta jólatréð, sem átti að standa við útidyrna, reyndist hins vegar eitthvað bilað, svo það verður ekki sett út fyrr en líður á vikuna.
Þetta verður ljúf og löng aðventa.
Ég komst hins vegar ekki undan loforði við dæturnar um að við myndum byrja að skreyta um helgina.
Núna er komin þessi fína jólasería á þakskeggið. Hvíta jólatréð, sem átti að standa við útidyrna, reyndist hins vegar eitthvað bilað, svo það verður ekki sett út fyrr en líður á vikuna.
Þetta verður ljúf og löng aðventa.
Friday, November 24, 2006
Úr hugarfjötrum
,,Hugarfjötur - ný bók eftir höfund Alkemistans. Í Hugarfjötri birtist ekki einungis kraftmikil og heillandi frásagnargáfa Paulos Coelhos heldur einnig einstakur skilningur hans á hlutskipti mannsins í heimi óendanlegra möguleika."
Þessi auglýsing ómaði í sjónvarpinu og Kata gat auðvitað ekki stillt sig um að gefa í skyn að nú væri hún búin að finna réttu jólagjöfina handa mér.
Mér var ekkert sérstaklega skemmt.
Kata hefur allaf látið eins og hún væri afskaplega leið á öllu fjasinu í mér um hversu arfavond bók Alkemistinn er, en nú hefur hún viðurkennt að henni er óskaplega létt. Hún hafði nefnilega af því töluverðar áhyggjur, þegar ég keypti það bölvaða rit, að ég væri að sökkva í einhverja naflaskoðun og sjálfsmatsendurnýjun.
,,Og það hefði verið skilnaðarorsök," segir hún.
Mér finnst nú að hún hefði alveg mátt gera tilraun til að koma í veg fyrir bókarkaupin fyrst hún leit svona á málin. En ætla ekki að detta í neina naflaskoðun af því tilefni.
Þessi auglýsing ómaði í sjónvarpinu og Kata gat auðvitað ekki stillt sig um að gefa í skyn að nú væri hún búin að finna réttu jólagjöfina handa mér.
Mér var ekkert sérstaklega skemmt.
Kata hefur allaf látið eins og hún væri afskaplega leið á öllu fjasinu í mér um hversu arfavond bók Alkemistinn er, en nú hefur hún viðurkennt að henni er óskaplega létt. Hún hafði nefnilega af því töluverðar áhyggjur, þegar ég keypti það bölvaða rit, að ég væri að sökkva í einhverja naflaskoðun og sjálfsmatsendurnýjun.
,,Og það hefði verið skilnaðarorsök," segir hún.
Mér finnst nú að hún hefði alveg mátt gera tilraun til að koma í veg fyrir bókarkaupin fyrst hún leit svona á málin. En ætla ekki að detta í neina naflaskoðun af því tilefni.
Mannskaðavatn
Glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir því hversu skyndilega dró úr Rauðavatnsgöngu-grobbi á þessari síðu.
Það á sínar skýringar.
Hér uppi á heiði er oftar en ekki mannskaðaveður. Ég nennti ekki að klofa skaflana. Svo var svo kalt. Og óskaplega hált.
Ég hef bara alls ekki nennt þessu.
Það stendur til bóta í næstu viku. Þá mæli ég ekki með að nokkur maður líti hér við.
Það á sínar skýringar.
Hér uppi á heiði er oftar en ekki mannskaðaveður. Ég nennti ekki að klofa skaflana. Svo var svo kalt. Og óskaplega hált.
Ég hef bara alls ekki nennt þessu.
Það stendur til bóta í næstu viku. Þá mæli ég ekki með að nokkur maður líti hér við.
,,There's a special place...
... in hell for women who don't help other women."
Þessi ágæta setning mun höfð eftir Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Ég er að lesa bók eftir tvær sænskar konur, sem ber þetta heiti. Fín lesning fyrir feminista.
Þessi ágæta setning mun höfð eftir Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Ég er að lesa bók eftir tvær sænskar konur, sem ber þetta heiti. Fín lesning fyrir feminista.
Einelti og einsleitni (Viðhorf í Mbl. 24/11)
Hún er heldur undarleg, sú árátta okkar að þurfa sífellt að hafa vit fyrir fólki með alla hluti. Ég er auðvitað undir sömu sök seld, enda væri lítið gaman að skrifa svona pistla ef ég mætti ekki viðra skoðanir mínar á öllum sköpuðum hlutum.
Núna eru það barnaafmæli. Ekki þó þetta eina sanna, sem er að bresta á í desember, heldur barnaafmæli almennt. Þau virðast núna vera skipulögð af skólum og foreldrafélögum, en ekki afmælisbarninu og foreldrum þess.
Um daginn sagði vinkona mín farir sínar ekki sléttar. Litli guttinn hennar ætlaði að halda upp á afmælið sitt og setti saman gestalista. Á þeim lista voru bestu vinirnir úr fótboltanum, líka bestu vinirnir úr handboltanum og svo fjórir bestu vinirnir úr skólabekknum.
Móðirin sá ekkert athugavert við gestalistann og afmælið fór hið besta fram. En Adam var ekki lengi í Paradís. Móðirin fékk tölvupóst frá kennara drengsins, þar sem gerð var athugasemd vegna þess að hann hafði ekki boðið öllum drengjunum í bekknum, eins og reglur skólans og samþykktir foreldrafélagsins kveða á um. Hann hafði sem sagt skilið útundan.
Þetta sjónamið kennarans hefði átt rétt á sér, ef afmælisbarnið hefði boðið öllum bekkjafélögum nema einum. En því var aldeilis ekki að heilsa. Hann bauð fjórum af fimmtán strákum og hafði því gerst svo grófur að skilja ellefu útundan.
Móðirin benti réttilega á, að ef drengurinn hefði boðið öllum strákunum í bekknum, þá hefði hann ekki getað boðið bestu vinum sínum úr boltanum. Fjölskyldan býr vissulega í ágætu húsnæði, en það eru nú samt takmörk fyrir hversu marga fjöruga gutta er hægt að hýsa í einu. Og hvar er réttlætið í því að hann þurfi að bjóða öllum strákunum í bekknum, en sleppa þá hinum strákunum, sem eru miklu meiri félagar hans? Er ekki eineltisumræðan komin á villigötur þegar reglurnar eru orðnar svona ósveigjanlegar?
Að allt öðru: Í Morgunblaðinu á mánudag var mynd af ýmsum þjóðarleiðtogum heims. Þeir sátu fund leiðtoga aðildarríkja Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, en fundurinn var haldinn í Víetnam. Á myndinni voru höfðingjarnir í hefðbundnum víetnömskum klæðnaði, sem kallast ao dai. Í hópi leiðtoganna mátti þekkja George W. Bush Bandaríkjaforseta og Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Báðir voru þeir í heiðbláum, síðum silkikufli með gylltu munstri.
Þessi mynd vakti mig til umhugsunar. Hvað ef fundurinn hefði verið haldinn í Bandaríkjunum? Hefði þá þótt tilhlýðilegt að fara fram á það við leiðtogana, að þeir klæddust allir saman svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu, bæru rauð hálsbindi og væru í gljápússuðum, svörtum skóm? Ætli forsætisráðherra Víetnam hefði ekki þótt undarlegt að skilja sinn sparilega ao dai eftir uppi á hótelherbergi, til að skrýðast jakkafötum frá gestgjafanum, Bush forseta? Og vera svo leiddur út í garðinn við Hvíta húsið svo hægt væri að taka mynd af honum í þessum hefðbundna klæðnaði heimamanna?
Vonandi fá íslenskir ráðamenn ekki þá hugmynd að storma með erlenda þjóðhöfðingja til Sævars Karls og klæða þá alla upp í jakkaföt. Mér finnst miklu skemmtilegra að sjá afríska höfðingja, sem hingað slæðast af og til, í sínum bubu eða dashiki. Eða gesti frá Mið-Austurlöndum í kaftan. Og hvað ef hingað kæmi nú einhver háttvirtur Japaninn og vildi endilega klæðast hakama eða kimono, en ekki þeim vestrænu fötum, sem þó hafa náð svo almennri útbreiðslu þar í landi?
Eða ef hingað villtist bútanskur þegn, en þeim ku vera uppálagt að láta aldrei sjá sig utan dyra nema í hnésíðu kuflunum sínum, gho. Þá væri nú aumt að mælast til þess að hann færi frekar í teinótt jakkaföt og hætt við að mikil vandlætingaróp hæfust um að við sýndum menningu hans og sögu mikla lítilsvirðingu með slíkri uppástungu.
Og auðvitað væri argasti dónaskapur að ætlast til að hinir tignu gestir okkar vörpuðu eigin klæðum og klæddust á þann hátt sem okkur líkar best. Ég er líka viss um að enginn hefur neytt Bush og Pútín í kuflana sína.
En ekki eru allir gestir jafn tignir, að mati gestgjafanna, né klæði þeirra fögur. Þótt við myndum aldrei ætlast til að sumir gesta okkar breyttu klæðaburðinum, þá þykir okkur þó alveg sjálfsagt að aðrir geri það. Við, og þá á ég við okkur hér á Vesturlöndum, viljum til dæmis banna múslimakonum að ganga í niqab, sem hylur höfuð og andlit, fyrir utan augu. Og það þarf nú ekki einu sinni að ræða það hversu illa okkur er við búrkuna, sem hylur konur alveg. Klæðnaður þessara kvenna er til marks um hversu kúgaðar þær eru, segjum við. Og teljum okkur geta sett okkur á háan hest, enda njótum við svo mikils frelsis að unglingsstúlkur geta verið hálf naktar á almannafæri án þess að við sjáum nokkuð athugavert við stöðu okkar sem siðferðispostular.
Okkur finnst þægilegast, þegar öll dýrin í skóginum eru vinir. Þess vegna viljum við setja reglur sem skylda krakka til að bjóða öllum börnunum í bekknum í afmælið sitt, þótt þau vilji bara bjóða örfáum. Við viljum líka gjarnan setja reglur um hvernig eigi að klæða sig, svo allir séu eins og enginn stingi í stúf. Í báðum tilvikum er afskaplega vandlifað og hætt við að reglur og vilji stangist á í hið óendanlega.
Núna eru það barnaafmæli. Ekki þó þetta eina sanna, sem er að bresta á í desember, heldur barnaafmæli almennt. Þau virðast núna vera skipulögð af skólum og foreldrafélögum, en ekki afmælisbarninu og foreldrum þess.
Um daginn sagði vinkona mín farir sínar ekki sléttar. Litli guttinn hennar ætlaði að halda upp á afmælið sitt og setti saman gestalista. Á þeim lista voru bestu vinirnir úr fótboltanum, líka bestu vinirnir úr handboltanum og svo fjórir bestu vinirnir úr skólabekknum.
Móðirin sá ekkert athugavert við gestalistann og afmælið fór hið besta fram. En Adam var ekki lengi í Paradís. Móðirin fékk tölvupóst frá kennara drengsins, þar sem gerð var athugasemd vegna þess að hann hafði ekki boðið öllum drengjunum í bekknum, eins og reglur skólans og samþykktir foreldrafélagsins kveða á um. Hann hafði sem sagt skilið útundan.
Þetta sjónamið kennarans hefði átt rétt á sér, ef afmælisbarnið hefði boðið öllum bekkjafélögum nema einum. En því var aldeilis ekki að heilsa. Hann bauð fjórum af fimmtán strákum og hafði því gerst svo grófur að skilja ellefu útundan.
Móðirin benti réttilega á, að ef drengurinn hefði boðið öllum strákunum í bekknum, þá hefði hann ekki getað boðið bestu vinum sínum úr boltanum. Fjölskyldan býr vissulega í ágætu húsnæði, en það eru nú samt takmörk fyrir hversu marga fjöruga gutta er hægt að hýsa í einu. Og hvar er réttlætið í því að hann þurfi að bjóða öllum strákunum í bekknum, en sleppa þá hinum strákunum, sem eru miklu meiri félagar hans? Er ekki eineltisumræðan komin á villigötur þegar reglurnar eru orðnar svona ósveigjanlegar?
Að allt öðru: Í Morgunblaðinu á mánudag var mynd af ýmsum þjóðarleiðtogum heims. Þeir sátu fund leiðtoga aðildarríkja Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, en fundurinn var haldinn í Víetnam. Á myndinni voru höfðingjarnir í hefðbundnum víetnömskum klæðnaði, sem kallast ao dai. Í hópi leiðtoganna mátti þekkja George W. Bush Bandaríkjaforseta og Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Báðir voru þeir í heiðbláum, síðum silkikufli með gylltu munstri.
Þessi mynd vakti mig til umhugsunar. Hvað ef fundurinn hefði verið haldinn í Bandaríkjunum? Hefði þá þótt tilhlýðilegt að fara fram á það við leiðtogana, að þeir klæddust allir saman svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu, bæru rauð hálsbindi og væru í gljápússuðum, svörtum skóm? Ætli forsætisráðherra Víetnam hefði ekki þótt undarlegt að skilja sinn sparilega ao dai eftir uppi á hótelherbergi, til að skrýðast jakkafötum frá gestgjafanum, Bush forseta? Og vera svo leiddur út í garðinn við Hvíta húsið svo hægt væri að taka mynd af honum í þessum hefðbundna klæðnaði heimamanna?
Vonandi fá íslenskir ráðamenn ekki þá hugmynd að storma með erlenda þjóðhöfðingja til Sævars Karls og klæða þá alla upp í jakkaföt. Mér finnst miklu skemmtilegra að sjá afríska höfðingja, sem hingað slæðast af og til, í sínum bubu eða dashiki. Eða gesti frá Mið-Austurlöndum í kaftan. Og hvað ef hingað kæmi nú einhver háttvirtur Japaninn og vildi endilega klæðast hakama eða kimono, en ekki þeim vestrænu fötum, sem þó hafa náð svo almennri útbreiðslu þar í landi?
Eða ef hingað villtist bútanskur þegn, en þeim ku vera uppálagt að láta aldrei sjá sig utan dyra nema í hnésíðu kuflunum sínum, gho. Þá væri nú aumt að mælast til þess að hann færi frekar í teinótt jakkaföt og hætt við að mikil vandlætingaróp hæfust um að við sýndum menningu hans og sögu mikla lítilsvirðingu með slíkri uppástungu.
Og auðvitað væri argasti dónaskapur að ætlast til að hinir tignu gestir okkar vörpuðu eigin klæðum og klæddust á þann hátt sem okkur líkar best. Ég er líka viss um að enginn hefur neytt Bush og Pútín í kuflana sína.
En ekki eru allir gestir jafn tignir, að mati gestgjafanna, né klæði þeirra fögur. Þótt við myndum aldrei ætlast til að sumir gesta okkar breyttu klæðaburðinum, þá þykir okkur þó alveg sjálfsagt að aðrir geri það. Við, og þá á ég við okkur hér á Vesturlöndum, viljum til dæmis banna múslimakonum að ganga í niqab, sem hylur höfuð og andlit, fyrir utan augu. Og það þarf nú ekki einu sinni að ræða það hversu illa okkur er við búrkuna, sem hylur konur alveg. Klæðnaður þessara kvenna er til marks um hversu kúgaðar þær eru, segjum við. Og teljum okkur geta sett okkur á háan hest, enda njótum við svo mikils frelsis að unglingsstúlkur geta verið hálf naktar á almannafæri án þess að við sjáum nokkuð athugavert við stöðu okkar sem siðferðispostular.
Okkur finnst þægilegast, þegar öll dýrin í skóginum eru vinir. Þess vegna viljum við setja reglur sem skylda krakka til að bjóða öllum börnunum í bekknum í afmælið sitt, þótt þau vilji bara bjóða örfáum. Við viljum líka gjarnan setja reglur um hvernig eigi að klæða sig, svo allir séu eins og enginn stingi í stúf. Í báðum tilvikum er afskaplega vandlifað og hætt við að reglur og vilji stangist á í hið óendanlega.
Thursday, November 23, 2006
Gott, gott
Ósköp er nú gott að eiga vini sem hringja og bjóða manni í kvöldmat í miðri viku. Og eru rétt nýbúnir að fæða mann og hýsa í sumarbústað.
Verði ljós
Fyrir fimm vikum varð efri hæðin í Logalandinu rafmagnslaus. Ég reyndi að dekstra rafmagnstöfluna til, setja einn rofa upp í einu og finna þannig hvar meinið lá. Það dugði ekkert, bilunin var svo alger að öll taflan var úti.
Mér tókst, í gegnum klíkuskap, að fá rafvirkja med det samme. Hann tók töfluna í sundur, fann biluðu tenginguna og tókst að koma rafmagni á eftir hæðina, fyrir utan forstofu og gestabað. Og engin lýsing var í stétt fyrir framan hús. Svo sagði hann að ég yrði að fá kollega hans til að rekja bilunina á réttan stað, líklega væri þetta ónýtur spennir fyrir halogen-ljós.
Fimm vikum síðar kom loksins, loksins kollegi hans, eftir ótal simtöl og jafn mörg loforð um að hann kæmi ábyggilega ,,á morgun". Sá opnaði töfluna á ný, stakk vírnum á sinn stað, allt lýstist upp og engrar bilunar vart.
,,Ef slær út aftur hjá þér þá hringirðu bara og ég kíki á þetta."
Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.
Mér tókst, í gegnum klíkuskap, að fá rafvirkja med det samme. Hann tók töfluna í sundur, fann biluðu tenginguna og tókst að koma rafmagni á eftir hæðina, fyrir utan forstofu og gestabað. Og engin lýsing var í stétt fyrir framan hús. Svo sagði hann að ég yrði að fá kollega hans til að rekja bilunina á réttan stað, líklega væri þetta ónýtur spennir fyrir halogen-ljós.
Fimm vikum síðar kom loksins, loksins kollegi hans, eftir ótal simtöl og jafn mörg loforð um að hann kæmi ábyggilega ,,á morgun". Sá opnaði töfluna á ný, stakk vírnum á sinn stað, allt lýstist upp og engrar bilunar vart.
,,Ef slær út aftur hjá þér þá hringirðu bara og ég kíki á þetta."
Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.
Tuesday, November 21, 2006
Vírushremmingar
Úps!
Ég bið fólkið á msn-listanum forláts á vírusnum, sem ég dreifði um allar trissur. Held ég hafi fengið hann frá Lottóinu, en er ekki viss. Mér leið ekki vel þegar ég sá hvern gluggann á fætur öðrum opnast og þessi fjári dreifði sér í mínu nafni um allt.
Mér er nær að vera að unglingast svona með tækninýjungar.
Ég bið fólkið á msn-listanum forláts á vírusnum, sem ég dreifði um allar trissur. Held ég hafi fengið hann frá Lottóinu, en er ekki viss. Mér leið ekki vel þegar ég sá hvern gluggann á fætur öðrum opnast og þessi fjári dreifði sér í mínu nafni um allt.
Mér er nær að vera að unglingast svona með tækninýjungar.
Sunday, November 19, 2006
Snjór, snjór, snjór!
Frábær helgi að baki. Á laugardag heimsóttum við Addý og Báru í sumarbústaðinn í Skorradal. Þar var dekrað við okkur, m.a. með snilldar rizotto.
Á sunnudagsmorgun var Logalandið á kafi í snjó. Við fórum út með snjóþoturnar og nágrannarnir á nr. 2 bættust í hópinn. Flott fimm barna lest sem brunaði niður brekkuna ;)
Svo gerðum við flott snjóhús við nr. 2, fengum heitt súkkulaði með rjóma, fullorðna fólkið dálitla púrtvínslögg og þá var orðið nógu dimmt til að fara með kertalugtir út í snjóhús.
Ungarnir hamingjusamir.
Fullorðna fólkið örmagna.
:)
Á sunnudagsmorgun var Logalandið á kafi í snjó. Við fórum út með snjóþoturnar og nágrannarnir á nr. 2 bættust í hópinn. Flott fimm barna lest sem brunaði niður brekkuna ;)
Svo gerðum við flott snjóhús við nr. 2, fengum heitt súkkulaði með rjóma, fullorðna fólkið dálitla púrtvínslögg og þá var orðið nógu dimmt til að fara með kertalugtir út í snjóhús.
Ungarnir hamingjusamir.
Fullorðna fólkið örmagna.
:)
Friday, November 17, 2006
Veiðileyfi í desember (Viðhorf í Mbl. 17. nóv)
Hann virðist ætla að hefjast enn á ný, söngurinn um að jólin séu hátíð kaupmanna, sem setji jólaskrautið allt of snemma upp, drekki öllum í auglýsingum og telji fólki trú um að það sé algjörlega bráðnauðsynlegt að eignast alls konar óþarfa.
Og nú hefur enn einu sinni verið gerð könnun á því hve miklu Íslendingar muni eyða í jólahaldið. Rannsóknarsetur verslunarinnar segir að það verði um 8 milljarðar króna. Reiknað er með að þessi mikla verslun fari á skrið á nýbyrjuðu kortatímabili. Íslendingar ætla víst flestir að kaupa jólagjafir fyrir um 26 til 50 þúsund krónur, en tæpur fjórðungur þjóðarinnar reiknar með að nota 51 til 75 þúsund krónur í gjafir.
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Þau eru hátíð barnanna. Það má vel vera að sumum þyki þau líka vera hátíð kaupmanna og að þannig séu þau slæm birtingarmynd neyslusamfélagsins. Þar er ég algjörlega ósammála.
Í desember vil ég fara á jólatónleika, sjá jólakvikmyndir, kaupa jólaskraut og skreyta allt hátt og lágt heima hjá mér. Ég vil kaupa sérstakt jólaskraut til að punta nýja herbergið stelpnanna minna og útbúa fallegan aðventukrans á stofuborðið. Ég vil fara með stelpurnar mínar á jólaleikrit og kaupa handa þeim fín og falleg jólaföt. Ég vil hlaupa á milli verslana og finna þessa einu réttu jólagjöf handa konunni, dætrunum, vinum og vandamönnum. Ég vil rogast með hvern innkaupapokann á eftir öðrum út úr matvöruversluninni, með hangikjöt og hamborgarhrygg. Ég vil kaupa stóru úthafsrækjurnar af samstarfskonu minni, því þær verða girnilegur forréttur. Ég vil hafa uppi á honum Ævari og kanna hvort hann fer til rjúpna, svo veislumaturinn á aðfangadagskvöld verði eins og hann hefur alltaf verið, allt frá því að pabbi minn fór á fjöll með haglabyssuna sína. Ég vil norpa í kuldanum við jólatréssöluna, mæla og spá þar til ég hef fundið fallegasta tréð í stofuna heima. Ég vil sitja fram á nótt, skoða jólakortin sem ég fékk í fyrra og skrifa ný til fólks um allan heim, sem ég sinni því miður ekki sem skyldi aðra mánuði ársins. Ég vil koma heim úr vinnunni og sjá lítinn bunka af jólakortum á mottunni undir póstlúgunni. Ég vil fara í ÁTVR og kaupa gott púrtvín til að sötra með köldum gestum sem kíkja í aðventuheimsókn. Ég vil skúra allt og skrúbba, svo heimilið verði glansandi fínt um jólin. Ég vil eyða einum degi í piparkökubakstur með Kötu og stelpunum. Ég vil líka baka smákökur eins og mamma mín bakaði alltaf. Ég vil kaupa fínasta pappír og kort til að jólapakkarnir verði glaðlegir og fallegir. Og þessa aðventuna vil ég líka fara til Kaupmannahafnar og eiga náðuga stund í julefrokost með Kötu á Det Lille Apotek.
Auðvitað sýnir flest í þessari upptalningu botnlausa neysluhyggju, ef fólk kýs að líta svo á. Kona, sem búsett er í útlöndum og hefur sjálf yfirdrifið að bíta og brenna, sagði eitt sinn við mig að hún væri fegin að vera ekki hér á landi í desember, því hérna væri svo brjálað stress. Hún treysti sér bara ekki til að horfa upp á þetta innkaupabrjálæði, þar sem fólk stundaði hamslausa eyðslu í tilefni jólanna.
Við þessu á ég bara eitt svar: Ég kýs að eyða mínum eigin peningum, sem ég hef aflað á heiðarlegan hátt, í mína þágu og fjölskyldu minnar á jólunum. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja, hvers vegna annað fólk hefur svo þungar áhyggjur af innkaupum mínum í desember. Sjaldnast gerir þetta sama fólk athugasemdir þegar ég kaupi mér flík, eða þegar fjölskyldan fer í sumarfrí. Af hverju í ósköpunum er þá opið veiðileyfi á mig og aðra neytendur í desember? Er kannski skemmtilegra að varpa skugga á jólagleðina en venjulega, hégómlega gleði yfir einhverju öðru?
Og hvers vegna þarf ég að sitja undir því að þessi "eyðsla" mín í desember varpi á einhvern hátt skugga á tilefni sjálfra jólanna? Fær það staðist að innkaupaferðirnar mínar rýri gildi trúarinnar, dragi úr mikilvægi aðfangadags og jóladags? Er ekki hægt að gera sér dagamun, en minnast þess samt af hverju við höldum jól?
Ég þarf vonandi ekki að taka það sérstaklega fram, en geri það nú samt, að ég tala ekki fyrir hönd þeirra sem eiga á einhvern hátt um sárt að binda eða geta ekki notið jólanna sem skyldi, hvort sem það er vegna veikinda, fátæktar eða af öðrum ástæðum. Sá hópur er heldur ekki sá sem hæst hefur í desembermánuði um "kaupmannajól" og "neyslubrjálæði". Og auðvitað eru fjölmargir sem láta eitthvað af hendi rakna í desember til þeirra sem standa verr að vígi. Og gera það ekki síst af því að það er sjálfur jólamánuðurinn.
Ég ætti nú ekki að eyða öllu púðrinu í að býsnast yfir þessu tuði margra um eyðslu og neyslukapphlaup fyrir jólin. Líklega ætti ég að spara eitthvað fyrir nýárið. Því þá eru Íslendingar víst svo ægilega vitlausir að þeir eyða milljónum á milljónir ofan í alls konar flugelda og blys. Og kaupa enn á ný veislumat. Ég geri það svo sannarlega og læt fara alveg ægilega í taugarnar á mér alla þá sem segja, drjúgir á svip, að þeir ætli nú bara að fylgjast með nágrönnunum brenna peningunum sínum. Ekki yrði nú ljósadýrðin mikil ef allir hugsuðu svona.
Ég harðneita því að ég sé í einhverju kapphlaupi við Mammon í desember. Hins vegar sakar dálítið skemmtiskokk með honum ekki nokkurn mann. Þvert á móti, í desember lífgar það skokk upp á sál og líkama og fátt fær slegið á gleði mína. Nema fólkið sem sífellt sér sig knúið til að býsnast yfir hvernig aðrir kjósa að eyða eigin peningum.
Og nú hefur enn einu sinni verið gerð könnun á því hve miklu Íslendingar muni eyða í jólahaldið. Rannsóknarsetur verslunarinnar segir að það verði um 8 milljarðar króna. Reiknað er með að þessi mikla verslun fari á skrið á nýbyrjuðu kortatímabili. Íslendingar ætla víst flestir að kaupa jólagjafir fyrir um 26 til 50 þúsund krónur, en tæpur fjórðungur þjóðarinnar reiknar með að nota 51 til 75 þúsund krónur í gjafir.
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Þau eru hátíð barnanna. Það má vel vera að sumum þyki þau líka vera hátíð kaupmanna og að þannig séu þau slæm birtingarmynd neyslusamfélagsins. Þar er ég algjörlega ósammála.
Í desember vil ég fara á jólatónleika, sjá jólakvikmyndir, kaupa jólaskraut og skreyta allt hátt og lágt heima hjá mér. Ég vil kaupa sérstakt jólaskraut til að punta nýja herbergið stelpnanna minna og útbúa fallegan aðventukrans á stofuborðið. Ég vil fara með stelpurnar mínar á jólaleikrit og kaupa handa þeim fín og falleg jólaföt. Ég vil hlaupa á milli verslana og finna þessa einu réttu jólagjöf handa konunni, dætrunum, vinum og vandamönnum. Ég vil rogast með hvern innkaupapokann á eftir öðrum út úr matvöruversluninni, með hangikjöt og hamborgarhrygg. Ég vil kaupa stóru úthafsrækjurnar af samstarfskonu minni, því þær verða girnilegur forréttur. Ég vil hafa uppi á honum Ævari og kanna hvort hann fer til rjúpna, svo veislumaturinn á aðfangadagskvöld verði eins og hann hefur alltaf verið, allt frá því að pabbi minn fór á fjöll með haglabyssuna sína. Ég vil norpa í kuldanum við jólatréssöluna, mæla og spá þar til ég hef fundið fallegasta tréð í stofuna heima. Ég vil sitja fram á nótt, skoða jólakortin sem ég fékk í fyrra og skrifa ný til fólks um allan heim, sem ég sinni því miður ekki sem skyldi aðra mánuði ársins. Ég vil koma heim úr vinnunni og sjá lítinn bunka af jólakortum á mottunni undir póstlúgunni. Ég vil fara í ÁTVR og kaupa gott púrtvín til að sötra með köldum gestum sem kíkja í aðventuheimsókn. Ég vil skúra allt og skrúbba, svo heimilið verði glansandi fínt um jólin. Ég vil eyða einum degi í piparkökubakstur með Kötu og stelpunum. Ég vil líka baka smákökur eins og mamma mín bakaði alltaf. Ég vil kaupa fínasta pappír og kort til að jólapakkarnir verði glaðlegir og fallegir. Og þessa aðventuna vil ég líka fara til Kaupmannahafnar og eiga náðuga stund í julefrokost með Kötu á Det Lille Apotek.
Auðvitað sýnir flest í þessari upptalningu botnlausa neysluhyggju, ef fólk kýs að líta svo á. Kona, sem búsett er í útlöndum og hefur sjálf yfirdrifið að bíta og brenna, sagði eitt sinn við mig að hún væri fegin að vera ekki hér á landi í desember, því hérna væri svo brjálað stress. Hún treysti sér bara ekki til að horfa upp á þetta innkaupabrjálæði, þar sem fólk stundaði hamslausa eyðslu í tilefni jólanna.
Við þessu á ég bara eitt svar: Ég kýs að eyða mínum eigin peningum, sem ég hef aflað á heiðarlegan hátt, í mína þágu og fjölskyldu minnar á jólunum. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja, hvers vegna annað fólk hefur svo þungar áhyggjur af innkaupum mínum í desember. Sjaldnast gerir þetta sama fólk athugasemdir þegar ég kaupi mér flík, eða þegar fjölskyldan fer í sumarfrí. Af hverju í ósköpunum er þá opið veiðileyfi á mig og aðra neytendur í desember? Er kannski skemmtilegra að varpa skugga á jólagleðina en venjulega, hégómlega gleði yfir einhverju öðru?
Og hvers vegna þarf ég að sitja undir því að þessi "eyðsla" mín í desember varpi á einhvern hátt skugga á tilefni sjálfra jólanna? Fær það staðist að innkaupaferðirnar mínar rýri gildi trúarinnar, dragi úr mikilvægi aðfangadags og jóladags? Er ekki hægt að gera sér dagamun, en minnast þess samt af hverju við höldum jól?
Ég þarf vonandi ekki að taka það sérstaklega fram, en geri það nú samt, að ég tala ekki fyrir hönd þeirra sem eiga á einhvern hátt um sárt að binda eða geta ekki notið jólanna sem skyldi, hvort sem það er vegna veikinda, fátæktar eða af öðrum ástæðum. Sá hópur er heldur ekki sá sem hæst hefur í desembermánuði um "kaupmannajól" og "neyslubrjálæði". Og auðvitað eru fjölmargir sem láta eitthvað af hendi rakna í desember til þeirra sem standa verr að vígi. Og gera það ekki síst af því að það er sjálfur jólamánuðurinn.
Ég ætti nú ekki að eyða öllu púðrinu í að býsnast yfir þessu tuði margra um eyðslu og neyslukapphlaup fyrir jólin. Líklega ætti ég að spara eitthvað fyrir nýárið. Því þá eru Íslendingar víst svo ægilega vitlausir að þeir eyða milljónum á milljónir ofan í alls konar flugelda og blys. Og kaupa enn á ný veislumat. Ég geri það svo sannarlega og læt fara alveg ægilega í taugarnar á mér alla þá sem segja, drjúgir á svip, að þeir ætli nú bara að fylgjast með nágrönnunum brenna peningunum sínum. Ekki yrði nú ljósadýrðin mikil ef allir hugsuðu svona.
Ég harðneita því að ég sé í einhverju kapphlaupi við Mammon í desember. Hins vegar sakar dálítið skemmtiskokk með honum ekki nokkurn mann. Þvert á móti, í desember lífgar það skokk upp á sál og líkama og fátt fær slegið á gleði mína. Nema fólkið sem sífellt sér sig knúið til að býsnast yfir hvernig aðrir kjósa að eyða eigin peningum.
Thursday, November 16, 2006
Jólatónleikarnir
Ég er búin að bíða spennt eftir jólatónleikum í Höllinni. Þar átti Sinead O'Connor að syngja (eða Kate Bush ef Sinead væri upptekin) og fado-söngkonan Mariza frá Portúgal, ásamt minni spámönnum.
Núna eru tónleikarnir auglýstir. Engin Sinead, engin Kate, engin Mariza en hins vegar koma bæði Eleftheria og Patricia.
What the ....???
Svo verður Petula Clark heiðursgestur tónleikanna. Hún átti hit árið 1964.
Það er huggun harmi gegn að Eivör Pálsdóttir verður þarna. Hún er snillingur. Og mér skilst að þessi Sissel geti sungið, en hún er norsk, svo ég hef töluverða fordóma.
Núna eru tónleikarnir auglýstir. Engin Sinead, engin Kate, engin Mariza en hins vegar koma bæði Eleftheria og Patricia.
What the ....???
Svo verður Petula Clark heiðursgestur tónleikanna. Hún átti hit árið 1964.
Það er huggun harmi gegn að Eivör Pálsdóttir verður þarna. Hún er snillingur. Og mér skilst að þessi Sissel geti sungið, en hún er norsk, svo ég hef töluverða fordóma.
Innlit Útlit
Mér er sagt að vinnustaðurinn minn hafi verið í hinum alræmda sjónvarpsþætti Innlit Útlit. Ég var ekkert vöruð við þessu og núna er of seint að fara til Sævars Karls og dressa sig upp.
Enn af alkemista
Í gærkvöldi komu ágætar konur í heimsókn. Ég asnaðist til að fara að býsnast enn og aftur yfir Alkemistanum, þrátt fyrir að Kata hvessti á mig augun, löngu búin að fá hundleið á umræðuefninu.
Auðvitað kom í ljós að önnur þessara ágætu kvenna hafði lesið bókina og litist svona ljómandi vel á hana. Hún lýsti söguþræði bókarinnar frá bls. 19 og til enda, í vonlausri tilraun til að sannfæra mig um ágæti hennar.
Mátulegt á mig.
Auðvitað kom í ljós að önnur þessara ágætu kvenna hafði lesið bókina og litist svona ljómandi vel á hana. Hún lýsti söguþræði bókarinnar frá bls. 19 og til enda, í vonlausri tilraun til að sannfæra mig um ágæti hennar.
Mátulegt á mig.
Skemmtilegri fréttir
Ég fæ stundum yfir mig nóg af fréttum.
Þá kíki ég á þessar vefsíður og öðlast aftur ofurtrú á mannkyninu.
http://www.onion.com
http://www.baggalutur.is
Þá kíki ég á þessar vefsíður og öðlast aftur ofurtrú á mannkyninu.
http://www.onion.com
http://www.baggalutur.is
Pirrandi afskiptasemi
Ég þoli ekki þegar fólk fettir fingur út í eyðslu annarra á eigin peningum í desember.
Best ég fái útrás í Viðhorfi á morgun.
Best ég fái útrás í Viðhorfi á morgun.
Tuesday, November 14, 2006
Andi jólanna
Ádeila? Nei, hættu nú alveg!
Í morgun hringdi í mig fullorðin kona, sem vildi endilega tjá sig um Viðhorfið. Um Brján, Odd og hinar kýrnar.
Þessi kona sagði, að þótt teiknimyndin um þá félaga hafi kannski ekki verið gott barnaefni, þá hafi þetta verið fyrirtaks ádeila á konur í stjórnmálum. Þær noti júgrin sér til framdráttar (ég get svarið það, þetta sagði hún orðrétt) en taki svo upp alla háttu karlmanna.
Svo fór hún að nefna dæmi um hinar og þessar konur í stjórnmálum, ræða um hvort þær væru kvenlegar á skrokkinn (aftur, hennar orðalag) og hversu karlmannlegar þær væru í öllum háttum.
ARG!
Ég er allt of vel upp alin og gat ekki verið vond við gamla konu. Maldaði aðeins í móinn og sleit samtalinu eins fljótt og ég gat.
Þessi kona sagði, að þótt teiknimyndin um þá félaga hafi kannski ekki verið gott barnaefni, þá hafi þetta verið fyrirtaks ádeila á konur í stjórnmálum. Þær noti júgrin sér til framdráttar (ég get svarið það, þetta sagði hún orðrétt) en taki svo upp alla háttu karlmanna.
Svo fór hún að nefna dæmi um hinar og þessar konur í stjórnmálum, ræða um hvort þær væru kvenlegar á skrokkinn (aftur, hennar orðalag) og hversu karlmannlegar þær væru í öllum háttum.
ARG!
Ég er allt of vel upp alin og gat ekki verið vond við gamla konu. Maldaði aðeins í móinn og sleit samtalinu eins fljótt og ég gat.
Monday, November 13, 2006
Lukka um helgina
Karfastelpan Lukka er hugrökk og klár, svo ég sá ekki nema mátulega eftir rúmlega 12 þúsund krónunum sem fjölskyldan þurfti að punga út til að sjá Hafið bláa. Annars er þetta óttalega þunnt stykki.
Stelpurnar skemmtu sér hins vegar vel og líklega átti þetta aldrei að höfða til okkar Kötu hvort sem er.
Stelpurnar skemmtu sér hins vegar vel og líklega átti þetta aldrei að höfða til okkar Kötu hvort sem er.
Sunday, November 12, 2006
Hvar eru konurnar?
Niðurstöður úr prófkjörum eru stundum afskaplega leiðinlegar. Hvar eru allar konurnar í Suðurkjördæmi? Ekki eru þær á lista Sjálfstæðisflokksins. Eða Samfylkingarinnar, þótt þar verði krafsað í bakkann með einhverjum kvóta. Eða Framsóknarflokksins.
Síðast í dag var ég að rifja upp kvennafrídaginn árið 1975. Þá var ég fimmtán ára og sannfærð um að allt væri að þokast í rétta átt. 31 ári síðar er ég eðlilega farin að örvænta. Látum vera þótt mín kynslóð standi í sama strögglinu og þá. En verður þjóðfélagið eins þegar stelpurnar mínar verða fullorðnar?
Síðast í dag var ég að rifja upp kvennafrídaginn árið 1975. Þá var ég fimmtán ára og sannfærð um að allt væri að þokast í rétta átt. 31 ári síðar er ég eðlilega farin að örvænta. Látum vera þótt mín kynslóð standi í sama strögglinu og þá. En verður þjóðfélagið eins þegar stelpurnar mínar verða fullorðnar?
Friday, November 10, 2006
Blítt og létt
Ég vorkenndi mér í hádeginu, þar sem ég barðist gegn haglélinu við Rauðavatn. Núna er ástandið enn verra, sér ekki út um glugga og hávaðarok. Gott að uppgötva eftir á að í raun gekk ég þetta í blíðu.
Dálítið mædd og leið
Ég er auðvitað ánægð með þau góðu viðbrögð sem ég hef fengið við Viðhorfinu mínu í dag. Samstarfskonur eru lukkulegar, sem og ýmsar konur úti í bæ.
Samt er ég dálítið mædd og leið. Að ég skuli hafa þurft að skrifa þetta árið 2006 og að konur skuli klappa mér á öxlina og hrósa mér fyrir að benda á svo augljósa og óþolandi hluti.
Samt er ég dálítið mædd og leið. Að ég skuli hafa þurft að skrifa þetta árið 2006 og að konur skuli klappa mér á öxlina og hrósa mér fyrir að benda á svo augljósa og óþolandi hluti.
Karlkyns hugrekki (Viðhorf í Mbl. 10. nóv)
Í leiðindaveðrinu síðasta sunnudag ákvað ég að skreppa í bíó með dætrum mínum. Fyrir valinu varð teiknimyndin Bæjarhlaðið, eða Barnyard, eins og hún heitir upp á ensku.
Ég hefði betur kynnt mér um hvað þessi mynd fjallaði áður en ég ákvað að sýna tveimur fimm ára stelpum þessi ósköp. Á auglýsingaspjöldum fyrir myndina voru stórar og stæðilegar kýr og mig rámaði í að hafa séð sjónvarpsauglýsingu, þar sem ein kýrin hermdi eftir bréfbera þegar hann sá ekki til. Meira vissi ég ekki.
Svo hófst blessuð myndin og forystukýrin hóf upp raust sína. Dimma og mikla karlarödd. Forystukýrin, sem stóð þarna á afturlöppunum, með júgur út í loftið og hélt þrumandi ræðu yfir hinum dýrunum á bænum, hét Brjánn.
Brjánn? Kýrin Brjánn, en ekki nautið Brjánn? Ójá.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að íslenska talsetningin hefði misheppnast svona heiftarlega. Karlmaður hefði verið látinn lesa inn rödd kýrinnar fyrir einhvern undarlegan misskilning. En svo skokkaði "sonur" Brjáns, hann Oddur, inn í myndina með spenana hoppandi og þá var mér allri lokið.
Í ljós kom að hver einasta kýr, sem eitthvað kvað að í myndinni, var karlkyns. Leiðtoginn Brjánn gætti dýranna á bænum og fórnaði lífi sínu í baráttu við sléttuúlfa. Oddur vildi bara skemmta sér alla daga, en tók auðvitað að sér forystuhlutverkið þegar nauðsyn krafði. Hann hljóp þó aðeins út undan sér þegar hann fór í mikinn leiðangur á bíl og fékk þrjár aðrar kýr með sér. Þarna sátu þessar kýr, með júgrin sín, óku bíl, töluðu stórkarlalega saman og duttu í það með því að drekka mjólk!
Brjánn var ekki ánægður með ábyrgðarlaust líferni Odds og reyndi mikið að snúa honum af þessum villigötum. Hann minnti son sinn líka á eitthvert atvik, þegar hann hafði talið hann vera stelpu. Það var greinilega það allra versta. En kannski hefur Brjánn blessaður ruglast af því að sonur hans var með júgur. Hver veit?
Þarna voru líka fleiri karlverur, til dæmis var yfirvegaði og klári asninn auðvitað karlkyns og þarna var hundur og svín og besti vinur Odds, skemmtilega músin, var líka karlkyns.
En þótt allar hetjurnar og töffararnir í myndinni hafi verið karlkyns, þá slæddust einstaka kvenverur með. Fyrsta er að telja ungu kúna, sem kom á bæinn og heillaði Odd frá fyrsta degi. Þau sátu saman og ræddu um lífið, bæði með júgrin sín út í loftið, en kýrin unga með litla bleika slaufu við annað eyrað. Líklega svo við bíógestir gætum áttað okkur á því að hún væri kvenkyns.
Síðar í myndinni bar þessi kvenlega kýr litlum kálfi, sem kom í heiminn með júgur, eins og allar hinar kýrnar. Oddur, hinn nýi leiðtogi, var að vonum afskaplega stoltur af nýfæddum "syni" sínum. Það voru sem sagt engin takmörk fyrir vitleysunni. Og aldeilis hentugt fyrir Odd hinn hugumstóra og júgurmikla að kýrin var kelfd þegar hún kom á bæinn.
Aðrar kvenverur í myndinni voru kven-kýr-vargurinn óviðkunnanlegi, sem var besta vinkona kýrinnar með bleiku slaufuna, agnarsmái og ofurkrúttlegi hænuunginn Maja, hjálparvana hænurnar sem verja þurfti dag og nótt fyrir gráðugum sléttuúlfum og bóndakonan á næsta bæ, sem var sínöldrandi taugahrúga og hrakti mann sinn í endalausa bjórdrykkju.
Einn ungur hani var í hópnum. Sá átti erfitt með að gala, en auðvitað fann hann röddina sína á ögurstundu, á meðan hænurnar gögguðu af skelfingu og gerðu ekkert af viti.
Mér skilst að þessi mynd hafi átt töluverðum vinsældum að fagna í bíóhúsum heimsins. Það ætti ekki að koma mér á óvart, enda virðast engin takmörk fyrir því bulli sem fólk gleypir við frá Hollywood. Einhvers staðar sá ég haft eftir höfundi myndarinnar, sem jafnframt er leikstjóri hennar, að hann hefði sett júgur á allar "karlkyns kýrnar", af því að júgur væru fyndin. Það var og.
Hér eftir ætla ég hins vegar að kynna mér myndirnar í bíóhúsunum fyrirfram. Ég ætla ekki oftar með fimm ára systur á myndir, þar sem allar kvenverur eru hjálparlausar og/eða vitlausar og þurfa að vera upp á náð og miskunn annarra komnar. Þær fá alveg nóg af slíkum skilaboðum frá umheiminum, þótt við förum ekki líka að borga okkur inn á slíkan glórulausan bjánagang. Af hverju í ósköpunum máttu kýrnar hugprúðu ekki vera kvenhetjur? Hugrakkar og kraftmiklar, með júgrin sín.
Þegar við mæðgur komum heim eftir sýninguna ræddi ég við þær um myndina. Ég bað þær að nefna mér einhverja "stelpu" eða "konu" í myndinni og þær mundu strax eftir Maju litlu. Sem var líklega illskásti kosturinn af þeim fáu kvenkyns, sem myndin bauð upp á. Margréti fannst frábært hvað Maja var hugrökk þegar sléttuúlfurinn ætlaði að éta hana. "Hún var rosalega reið og sagði að hann væri vondastur í heimi," sagði Margrét og var stolt af uppreisnaranda Maju.
Eftir nokkrar umræður í viðbót um hugrekki Maju, en jafnframt hjálparleysi, komst Margrét að þeirri niðurstöðu að það hefðu átt að vera einhverjar stelpur í dýraliðinu sem bjargaði hænunum, því "stelpur geta alveg bjargað."
Elísabet systir hennar var dálítið þögul, aldrei þessu vant. Þegar ég gekk á hana og spurði af hverju hún héldi að engar stelpur hefðu verið í hópi hinna hugrökku bjargvætta svaraði hún: "Kannski hafa bara strákar gert þessa mynd."
Ég hefði betur kynnt mér um hvað þessi mynd fjallaði áður en ég ákvað að sýna tveimur fimm ára stelpum þessi ósköp. Á auglýsingaspjöldum fyrir myndina voru stórar og stæðilegar kýr og mig rámaði í að hafa séð sjónvarpsauglýsingu, þar sem ein kýrin hermdi eftir bréfbera þegar hann sá ekki til. Meira vissi ég ekki.
Svo hófst blessuð myndin og forystukýrin hóf upp raust sína. Dimma og mikla karlarödd. Forystukýrin, sem stóð þarna á afturlöppunum, með júgur út í loftið og hélt þrumandi ræðu yfir hinum dýrunum á bænum, hét Brjánn.
Brjánn? Kýrin Brjánn, en ekki nautið Brjánn? Ójá.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að íslenska talsetningin hefði misheppnast svona heiftarlega. Karlmaður hefði verið látinn lesa inn rödd kýrinnar fyrir einhvern undarlegan misskilning. En svo skokkaði "sonur" Brjáns, hann Oddur, inn í myndina með spenana hoppandi og þá var mér allri lokið.
Í ljós kom að hver einasta kýr, sem eitthvað kvað að í myndinni, var karlkyns. Leiðtoginn Brjánn gætti dýranna á bænum og fórnaði lífi sínu í baráttu við sléttuúlfa. Oddur vildi bara skemmta sér alla daga, en tók auðvitað að sér forystuhlutverkið þegar nauðsyn krafði. Hann hljóp þó aðeins út undan sér þegar hann fór í mikinn leiðangur á bíl og fékk þrjár aðrar kýr með sér. Þarna sátu þessar kýr, með júgrin sín, óku bíl, töluðu stórkarlalega saman og duttu í það með því að drekka mjólk!
Brjánn var ekki ánægður með ábyrgðarlaust líferni Odds og reyndi mikið að snúa honum af þessum villigötum. Hann minnti son sinn líka á eitthvert atvik, þegar hann hafði talið hann vera stelpu. Það var greinilega það allra versta. En kannski hefur Brjánn blessaður ruglast af því að sonur hans var með júgur. Hver veit?
Þarna voru líka fleiri karlverur, til dæmis var yfirvegaði og klári asninn auðvitað karlkyns og þarna var hundur og svín og besti vinur Odds, skemmtilega músin, var líka karlkyns.
En þótt allar hetjurnar og töffararnir í myndinni hafi verið karlkyns, þá slæddust einstaka kvenverur með. Fyrsta er að telja ungu kúna, sem kom á bæinn og heillaði Odd frá fyrsta degi. Þau sátu saman og ræddu um lífið, bæði með júgrin sín út í loftið, en kýrin unga með litla bleika slaufu við annað eyrað. Líklega svo við bíógestir gætum áttað okkur á því að hún væri kvenkyns.
Síðar í myndinni bar þessi kvenlega kýr litlum kálfi, sem kom í heiminn með júgur, eins og allar hinar kýrnar. Oddur, hinn nýi leiðtogi, var að vonum afskaplega stoltur af nýfæddum "syni" sínum. Það voru sem sagt engin takmörk fyrir vitleysunni. Og aldeilis hentugt fyrir Odd hinn hugumstóra og júgurmikla að kýrin var kelfd þegar hún kom á bæinn.
Aðrar kvenverur í myndinni voru kven-kýr-vargurinn óviðkunnanlegi, sem var besta vinkona kýrinnar með bleiku slaufuna, agnarsmái og ofurkrúttlegi hænuunginn Maja, hjálparvana hænurnar sem verja þurfti dag og nótt fyrir gráðugum sléttuúlfum og bóndakonan á næsta bæ, sem var sínöldrandi taugahrúga og hrakti mann sinn í endalausa bjórdrykkju.
Einn ungur hani var í hópnum. Sá átti erfitt með að gala, en auðvitað fann hann röddina sína á ögurstundu, á meðan hænurnar gögguðu af skelfingu og gerðu ekkert af viti.
Mér skilst að þessi mynd hafi átt töluverðum vinsældum að fagna í bíóhúsum heimsins. Það ætti ekki að koma mér á óvart, enda virðast engin takmörk fyrir því bulli sem fólk gleypir við frá Hollywood. Einhvers staðar sá ég haft eftir höfundi myndarinnar, sem jafnframt er leikstjóri hennar, að hann hefði sett júgur á allar "karlkyns kýrnar", af því að júgur væru fyndin. Það var og.
Hér eftir ætla ég hins vegar að kynna mér myndirnar í bíóhúsunum fyrirfram. Ég ætla ekki oftar með fimm ára systur á myndir, þar sem allar kvenverur eru hjálparlausar og/eða vitlausar og þurfa að vera upp á náð og miskunn annarra komnar. Þær fá alveg nóg af slíkum skilaboðum frá umheiminum, þótt við förum ekki líka að borga okkur inn á slíkan glórulausan bjánagang. Af hverju í ósköpunum máttu kýrnar hugprúðu ekki vera kvenhetjur? Hugrakkar og kraftmiklar, með júgrin sín.
Þegar við mæðgur komum heim eftir sýninguna ræddi ég við þær um myndina. Ég bað þær að nefna mér einhverja "stelpu" eða "konu" í myndinni og þær mundu strax eftir Maju litlu. Sem var líklega illskásti kosturinn af þeim fáu kvenkyns, sem myndin bauð upp á. Margréti fannst frábært hvað Maja var hugrökk þegar sléttuúlfurinn ætlaði að éta hana. "Hún var rosalega reið og sagði að hann væri vondastur í heimi," sagði Margrét og var stolt af uppreisnaranda Maju.
Eftir nokkrar umræður í viðbót um hugrekki Maju, en jafnframt hjálparleysi, komst Margrét að þeirri niðurstöðu að það hefðu átt að vera einhverjar stelpur í dýraliðinu sem bjargaði hænunum, því "stelpur geta alveg bjargað."
Elísabet systir hennar var dálítið þögul, aldrei þessu vant. Þegar ég gekk á hana og spurði af hverju hún héldi að engar stelpur hefðu verið í hópi hinna hugrökku bjargvætta svaraði hún: "Kannski hafa bara strákar gert þessa mynd."
Thursday, November 09, 2006
Þrír komma SEX
Rauðavatnshringurinn er 3,6 km, en ekki 3,4.
Alltaf gott þegar afrek manns stækka vegna mistaka í mælingum.
Alltaf gott þegar afrek manns stækka vegna mistaka í mælingum.
Wednesday, November 08, 2006
Rauða torgið og Baugur
Ég gekk hringinn í kringum Rauðavatn í hádeginu. Hringurinn mun vera 3,4 km og ég var sléttar 40 mínútur.
Torgið handan við Rauðavatn heitir víst Rauða torgið. Og við vatnið er listaverk sem heitir Baugur.
Mátulegt á Moggann.
Torgið handan við Rauðavatn heitir víst Rauða torgið. Og við vatnið er listaverk sem heitir Baugur.
Mátulegt á Moggann.
Metsöludulspekikjaftæði
Ég var í London um daginn. Frábærar bókabúðir þar á hverju strái. Í einni þeirra keypti ég nokkrar bækur, þar á meðal Alkemistann eftir Paulo Coelho. Ég vissi að þessi bók hafði selst í bílförmum og mig rámaði í að gagnrýnendur héldu ekki vatni af hrifningu.
Fuss og svei! Ég gafst upp á blaðsíðu 19, þegar gamli maðurinn var búinn að lauma út úr sér hverri andskotans spákökuspekinni á fætur annarri og fjárhirðirinn ungi gleypti við hverju orði. Er þetta þessi ,,mannbætandi lesning" sem allir eru svo heillaðir af? Einhver niðursoðin speki um að allir eigi að vera trúir draumum sínum og þrám, heilir og sannir, almennilegar manneskjur? Mér fannst ég stödd á einhverri nýaldarsjálfshjálparsamkomu.
Ég hefði átt að hætta við að kaupa bókina þegar ég sá að hún hafði selst í 30 milljónum eintaka. Það er enginn gæðastimpill á nokkurn skapaðan hlut, nema þá helst störf markaðsfræðinganna sem kynntu þetta gutl sem djúpa speki.
Ég hef allnokkrum sinnum fallið í þá gryfju að kaupa bækur, sem lofaðar hafa verið í hástert og keyptar af vitlausu fólki um allan heim. Ég þarf varla að lýsa gífurlegum vonbrigðum mínum með Brýrnar í Madison-sýslu fyrir þeim sem lesið hafa þá hörmung.
Alkemistinn eyðilagði gærkvöldið og ég er enn pirruð.
Fuss og svei! Ég gafst upp á blaðsíðu 19, þegar gamli maðurinn var búinn að lauma út úr sér hverri andskotans spákökuspekinni á fætur annarri og fjárhirðirinn ungi gleypti við hverju orði. Er þetta þessi ,,mannbætandi lesning" sem allir eru svo heillaðir af? Einhver niðursoðin speki um að allir eigi að vera trúir draumum sínum og þrám, heilir og sannir, almennilegar manneskjur? Mér fannst ég stödd á einhverri nýaldarsjálfshjálparsamkomu.
Ég hefði átt að hætta við að kaupa bókina þegar ég sá að hún hafði selst í 30 milljónum eintaka. Það er enginn gæðastimpill á nokkurn skapaðan hlut, nema þá helst störf markaðsfræðinganna sem kynntu þetta gutl sem djúpa speki.
Ég hef allnokkrum sinnum fallið í þá gryfju að kaupa bækur, sem lofaðar hafa verið í hástert og keyptar af vitlausu fólki um allan heim. Ég þarf varla að lýsa gífurlegum vonbrigðum mínum með Brýrnar í Madison-sýslu fyrir þeim sem lesið hafa þá hörmung.
Alkemistinn eyðilagði gærkvöldið og ég er enn pirruð.
Tuesday, November 07, 2006
Má ekki nefna þetta?
Nú sprettur hver vitringurinn upp á fætur öðrum og hrópar um rasisma og jafnvel nasisma. Ástæðan virðist fyrst og fremst einhver ummæli manna í Frjálslynda flokknum, alla vega virðast ummæli Ögmundar Jónassonar og Grétars Þorsteinssonar á ASÍ þingi, um erlent vinnuafl, ekki teljast með. Samt sé ég lítinn mun þarna á.
Á þessari umræðu eru tveir gallar. Annar er sá, að sumir menn eru einfaldlega ekki nógu vel gefnir til að ræða um innflytjendur án þess að verða fótaskortur á tungunni og hljóma eins og argasta afturhald. Kannski eru þeir jafnvel rasistar.
Hinn gallinn er pólitísk rétthugsun, sem ætlar allt lifandi að drepa. Er það virkilega svo, að ef einhver segir að huga verði að hugsanlegum erfiðleikum vegna mikils fjölda innflytjenda, þá sé hinn sami umsvifalaust stimplaður rasisti? Er einhver glóra í því? Er ekki miklu glórulausara að gera kröfu um íslenskunám fyrir innflytjendur, en bjóða svo ekki upp á slíkt nám? Er ekki glórulaust að ætlast til að börn innflytjenda sæki íslenska skóla, en ganga ekki úr skugga um að námsefni falli að breyttu samfélagi? Er ekki alveg glórulaust að spyrða íslenskan smáflokk við hreyfingar Le Pen og idjótans í Austurríki, af því að einhver þar innanflokks nefndi að Íslendingar ættu að forðast að falla í sömu innflytjendagryfjur og nágrannaþjóðir?
Sumum ferst afskaplega illa að tjá sig um þessi mál. Blaðagrein, þar sem höfundur segir nánast hreint út að hann sé afskaplega hlynntur hvítum, kristnum innflytjendum frá Norður-Evrópu, er auðvitað afskaplega slæmt innlegg og væri hlægileg ef maðurinn teldi sig ekki eiga erindi inn á þing.
En þýðir það að þessi mál megi ekki ræða?
Ég get hér með upplýst, að þessi mál eru rædd. Út um allt. Það eru bara pólitíkusar sem þora ekki að opna munninn af ótta við að vera stimplaðir rasistar.
Og kannski engin furða miðað við ómálefnalega umræðu síðustu daga.
Á þessari umræðu eru tveir gallar. Annar er sá, að sumir menn eru einfaldlega ekki nógu vel gefnir til að ræða um innflytjendur án þess að verða fótaskortur á tungunni og hljóma eins og argasta afturhald. Kannski eru þeir jafnvel rasistar.
Hinn gallinn er pólitísk rétthugsun, sem ætlar allt lifandi að drepa. Er það virkilega svo, að ef einhver segir að huga verði að hugsanlegum erfiðleikum vegna mikils fjölda innflytjenda, þá sé hinn sami umsvifalaust stimplaður rasisti? Er einhver glóra í því? Er ekki miklu glórulausara að gera kröfu um íslenskunám fyrir innflytjendur, en bjóða svo ekki upp á slíkt nám? Er ekki glórulaust að ætlast til að börn innflytjenda sæki íslenska skóla, en ganga ekki úr skugga um að námsefni falli að breyttu samfélagi? Er ekki alveg glórulaust að spyrða íslenskan smáflokk við hreyfingar Le Pen og idjótans í Austurríki, af því að einhver þar innanflokks nefndi að Íslendingar ættu að forðast að falla í sömu innflytjendagryfjur og nágrannaþjóðir?
Sumum ferst afskaplega illa að tjá sig um þessi mál. Blaðagrein, þar sem höfundur segir nánast hreint út að hann sé afskaplega hlynntur hvítum, kristnum innflytjendum frá Norður-Evrópu, er auðvitað afskaplega slæmt innlegg og væri hlægileg ef maðurinn teldi sig ekki eiga erindi inn á þing.
En þýðir það að þessi mál megi ekki ræða?
Ég get hér með upplýst, að þessi mál eru rædd. Út um allt. Það eru bara pólitíkusar sem þora ekki að opna munninn af ótta við að vera stimplaðir rasistar.
Og kannski engin furða miðað við ómálefnalega umræðu síðustu daga.
Friday, November 03, 2006
Við lögum þetta, ef við fáum að vera í friði...!
Í gær lét önnur sjónvarpsstöðin fréttaritara sinn í Færeyjum fabúlera eitthvað um að líklega hefði verið kominn meirihluti fyrir samþykki frumvarps um bætta réttarstöðu samkynhneigðra þar í landi, en upphlaup á Norðurlandaráðsþingi hefði skemmt fyrir.
Ja, svei! Er sannfæring fólks á þinginu þar svona aum? Getur staðist að fólk hafi, af fyllstu einlægni og sannfæringu, ákveðið að kippa þessu í liðinn, en ætli núna að snúa baki við þeirri mannréttindahugsjón sinni, af því að útlendingar leyfa sér að hafa skoðun á málinu?
Í fyrra töldu menn sig hafa meirihluta fyrir sama frumvarpi, en það var nú samt fellt með 20 atkvæðum gegn 12. Einhverjir hafa þar komið heldur óhreint fram og gefið í skyn að þeir ætluðu að styðja mannréttindi, en snúist svo hugur. Ekki voru Íslendingar að skipta sér neitt sérstaklega af þá.
Aularök.
Ja, svei! Er sannfæring fólks á þinginu þar svona aum? Getur staðist að fólk hafi, af fyllstu einlægni og sannfæringu, ákveðið að kippa þessu í liðinn, en ætli núna að snúa baki við þeirri mannréttindahugsjón sinni, af því að útlendingar leyfa sér að hafa skoðun á málinu?
Í fyrra töldu menn sig hafa meirihluta fyrir sama frumvarpi, en það var nú samt fellt með 20 atkvæðum gegn 12. Einhverjir hafa þar komið heldur óhreint fram og gefið í skyn að þeir ætluðu að styðja mannréttindi, en snúist svo hugur. Ekki voru Íslendingar að skipta sér neitt sérstaklega af þá.
Aularök.
Vinur er sá er til vamms segir (Viðhorf í Mbl. 3. nóv)
Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, er víst ævareiður út í Rannveigu Guðmundsdóttur. Hann segir hana hafa móðgað færeysku þjóðina á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.
Ég þurfti nú að láta segja mér það tvisvar að íslenskur þingmaður - og það Rannveig Guðmundsdóttir - hefði tekið upp á þeirri ósvinnu að móðga vini okkar Færeyinga. En svo kom skýringin: Rannveig hóf máls á réttindum samkynhneigðra í Færeyjum, eða öllu heldur réttindaskorti. Auðvitað var hún ekki að móðga færeysku þjóðina með þessum athugasemdum. Vinur er sá er til vamms segir.
Í Færeyjum er staðan eins og hún var fyrir um 20-30 árum hér á landi. Samkynhneigðir eru ósýnilegir, en það er að sjálfsögðu ekki vegna þess að þar sé samkynhneigð óþekkt, heldur vegna þess að samkynhneigðir Færeyingar eru ýmist í felum, eða fluttir úr landi. Þeim er ekki vært í eigin landi vegna fordóma.
Samstarfsráðherrann taldi illa vegið að heimalandi sínu á þingi Norðurlandaráðs og dró fram Norrænu tölfræðiárbókina 2006. Þannig sýndi hann fram á að aðstæður í Færeyjum væru að mörgu leyti betri en í öðrum ríkjum Norðurlanda, meðal annars væru þar sjálfsmorð og skilnaðir fátíðari, glæpatíðni lægri og fæðingartíðni hærri.
Hvernig þessar upplýsingar eiga að sýna fram á að ekki sé gengið á mannréttindi samkynhneigðra í Færeyjum er mér hulin ráðgáta. Líklega er svokölluð smjörklípuaðferð ekki bundin við íslensk stjórnmál.
Og þegar ráðherrann lá enn undir ámæli vegna þess að ekki er bannað með lögum í Færeyjum að mismuna fólki eftir kynhneigð, þá var svar hans eitthvað á þá leið að í löggjöf annarra norræna ríkja um bann við mismunun væru t.d. fatlaðir ekki sérstaklega nefndir en þar með væri ekki sagt að mismunun gagnvart þeim væri í lagi.
Líklega hefur þessi ráðherra náð langt í lífinu þrátt fyrir rökhugsunina, en ekki vegna hennar.
Færeyjar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ég fór þangað með konu minni og vinkonum okkar árið 1998. Fólkið er yndislegt og landið undurfagurt. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að réttindi samkynhneigðra hafa algjörlega setið á hakanum. Færeyska þingið hefur dregið lappirnar og þannig sent þau skilaboð, að mismunun í garð samkynhneigðra sé eðlileg.
Mörgum Færeyingnum hnykkti við fyrir rúmum mánuði þegar ráðist var á færeyskan tónlistarmann, Rasmus Rasmussen, á skemmtistað í Þórshöfn, fyrir það eitt að vera hommi. Fjórir menn réðust að honum, fleiri hópuðust að og umsátursástand myndaðist þegar æstur skríllinn reyndi að ryðjast inn í húsið. Lögreglunni tókst loksins að sundra hópnum og koma Rasmus til síns heima.
Rasmus ákvað að fara í opinskátt viðtal við dagblaðið Dimmalætting, en í kjölfarið bárust honum líflátshótanir. Eftir allt þetta fékk hann taugaáfall og var lagður inn á sjúkrahús.
Þetta er veruleikinn í Færeyjum. Þar eru tillögur um að vernd minnihlutahópa samkvæmt hegningarlögunum skuli einnig ná til samkynhneigðra, felldar æ ofan í æ. Skilaboðin til landsmanna eru skýr. Lögreglan nemur líka þessi skilaboð, a.m.k. var haft eftir aðstoðarlögreglustjóranum í Þórshöfn að lögreglan hefði ekki sérstakar lagaheimildir til að vernda og verja samkynhneigða þegna landsins ef að þeim væri sótt með hótunum og ofsóknum. Er hægt að skilja ummælin á annan veg en þann, að samkynhneigðir Færeyingar njóti minni réttar en aðrir landsmenn?
Nú hefur enn verið lögð fram tillaga á færeyska þinginu um að bannað verði að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Sama tillaga var felld í fyrra með 20 ákvæðum gegn 12. Það er til marks um hversu skammt á veg Færeyingar eru komnir, að í athugasemdum með tillögunni er talin ástæða til að mótmæla þeim sérstaklega, sem vilja leggja samkynhneigða og barnaníðinga að jöfnu. Tillöguhöfundar segja réttilega að það sé bæði frumstætt og niðurlægjandi að setja samkynhneigða og barnaníðinga undir sama hatt.
Rannveig Guðmundsdóttir hefur að sjálfsögðu ekki móðgað færeysku þjóðina. Hún hefur hins vegar látið brýnt mannréttindamál til sín taka og ýtt duglega við færeyskum stjórnmálamönnum. Einu sinni þurftu íslenskir stjórnmálamenn dálítið spark í afturendann til að taka af skarið og tryggja samkynhneigðum mannréttindi. Þá var staðan hér á landi afskaplega lík þeirri sem uppi er í Færeyjum. Við snerum við blaðinu svo um munaði og það geta Færeyingar líka gert.
Mig grunar að almenningur í Færeyjum sé kominn miklu lengra en sumir stjórnmálamennirnir þar í landi halda. Að minnsta kosti var ánægjulegt að skoða færeyskar bloggsíður í gær, þar sem hver Færeyingurinn á fætur öðrum kvaðst skammast sín fyrir framgöngu stjórnmálamannanna: "Eisni haldi eg at tað er fúl skom at polittikarni i Føroyum standa fram og siga tað er loyvt at diskriminera samkynd!!!"
Og svona að lokum: Íslenzk-Føroysk orðabók, sem gefin var út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi á síðasta ári, þýðir orðið samkynhneigð sem samkynd. Til að ekkert fari nú milli mála hvað átt er við með íslenska orðinu er orðið "kynvilla" látið fylgja með. Kynvilla? Árið 2005? Ætli viðhorf sumra færeyskra stjórnmálamanna hafi fengið að ráða orðavalinu?
Ég þurfti nú að láta segja mér það tvisvar að íslenskur þingmaður - og það Rannveig Guðmundsdóttir - hefði tekið upp á þeirri ósvinnu að móðga vini okkar Færeyinga. En svo kom skýringin: Rannveig hóf máls á réttindum samkynhneigðra í Færeyjum, eða öllu heldur réttindaskorti. Auðvitað var hún ekki að móðga færeysku þjóðina með þessum athugasemdum. Vinur er sá er til vamms segir.
Í Færeyjum er staðan eins og hún var fyrir um 20-30 árum hér á landi. Samkynhneigðir eru ósýnilegir, en það er að sjálfsögðu ekki vegna þess að þar sé samkynhneigð óþekkt, heldur vegna þess að samkynhneigðir Færeyingar eru ýmist í felum, eða fluttir úr landi. Þeim er ekki vært í eigin landi vegna fordóma.
Samstarfsráðherrann taldi illa vegið að heimalandi sínu á þingi Norðurlandaráðs og dró fram Norrænu tölfræðiárbókina 2006. Þannig sýndi hann fram á að aðstæður í Færeyjum væru að mörgu leyti betri en í öðrum ríkjum Norðurlanda, meðal annars væru þar sjálfsmorð og skilnaðir fátíðari, glæpatíðni lægri og fæðingartíðni hærri.
Hvernig þessar upplýsingar eiga að sýna fram á að ekki sé gengið á mannréttindi samkynhneigðra í Færeyjum er mér hulin ráðgáta. Líklega er svokölluð smjörklípuaðferð ekki bundin við íslensk stjórnmál.
Og þegar ráðherrann lá enn undir ámæli vegna þess að ekki er bannað með lögum í Færeyjum að mismuna fólki eftir kynhneigð, þá var svar hans eitthvað á þá leið að í löggjöf annarra norræna ríkja um bann við mismunun væru t.d. fatlaðir ekki sérstaklega nefndir en þar með væri ekki sagt að mismunun gagnvart þeim væri í lagi.
Líklega hefur þessi ráðherra náð langt í lífinu þrátt fyrir rökhugsunina, en ekki vegna hennar.
Færeyjar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ég fór þangað með konu minni og vinkonum okkar árið 1998. Fólkið er yndislegt og landið undurfagurt. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að réttindi samkynhneigðra hafa algjörlega setið á hakanum. Færeyska þingið hefur dregið lappirnar og þannig sent þau skilaboð, að mismunun í garð samkynhneigðra sé eðlileg.
Mörgum Færeyingnum hnykkti við fyrir rúmum mánuði þegar ráðist var á færeyskan tónlistarmann, Rasmus Rasmussen, á skemmtistað í Þórshöfn, fyrir það eitt að vera hommi. Fjórir menn réðust að honum, fleiri hópuðust að og umsátursástand myndaðist þegar æstur skríllinn reyndi að ryðjast inn í húsið. Lögreglunni tókst loksins að sundra hópnum og koma Rasmus til síns heima.
Rasmus ákvað að fara í opinskátt viðtal við dagblaðið Dimmalætting, en í kjölfarið bárust honum líflátshótanir. Eftir allt þetta fékk hann taugaáfall og var lagður inn á sjúkrahús.
Þetta er veruleikinn í Færeyjum. Þar eru tillögur um að vernd minnihlutahópa samkvæmt hegningarlögunum skuli einnig ná til samkynhneigðra, felldar æ ofan í æ. Skilaboðin til landsmanna eru skýr. Lögreglan nemur líka þessi skilaboð, a.m.k. var haft eftir aðstoðarlögreglustjóranum í Þórshöfn að lögreglan hefði ekki sérstakar lagaheimildir til að vernda og verja samkynhneigða þegna landsins ef að þeim væri sótt með hótunum og ofsóknum. Er hægt að skilja ummælin á annan veg en þann, að samkynhneigðir Færeyingar njóti minni réttar en aðrir landsmenn?
Nú hefur enn verið lögð fram tillaga á færeyska þinginu um að bannað verði að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Sama tillaga var felld í fyrra með 20 ákvæðum gegn 12. Það er til marks um hversu skammt á veg Færeyingar eru komnir, að í athugasemdum með tillögunni er talin ástæða til að mótmæla þeim sérstaklega, sem vilja leggja samkynhneigða og barnaníðinga að jöfnu. Tillöguhöfundar segja réttilega að það sé bæði frumstætt og niðurlægjandi að setja samkynhneigða og barnaníðinga undir sama hatt.
Rannveig Guðmundsdóttir hefur að sjálfsögðu ekki móðgað færeysku þjóðina. Hún hefur hins vegar látið brýnt mannréttindamál til sín taka og ýtt duglega við færeyskum stjórnmálamönnum. Einu sinni þurftu íslenskir stjórnmálamenn dálítið spark í afturendann til að taka af skarið og tryggja samkynhneigðum mannréttindi. Þá var staðan hér á landi afskaplega lík þeirri sem uppi er í Færeyjum. Við snerum við blaðinu svo um munaði og það geta Færeyingar líka gert.
Mig grunar að almenningur í Færeyjum sé kominn miklu lengra en sumir stjórnmálamennirnir þar í landi halda. Að minnsta kosti var ánægjulegt að skoða færeyskar bloggsíður í gær, þar sem hver Færeyingurinn á fætur öðrum kvaðst skammast sín fyrir framgöngu stjórnmálamannanna: "Eisni haldi eg at tað er fúl skom at polittikarni i Føroyum standa fram og siga tað er loyvt at diskriminera samkynd!!!"
Og svona að lokum: Íslenzk-Føroysk orðabók, sem gefin var út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi á síðasta ári, þýðir orðið samkynhneigð sem samkynd. Til að ekkert fari nú milli mála hvað átt er við með íslenska orðinu er orðið "kynvilla" látið fylgja með. Kynvilla? Árið 2005? Ætli viðhorf sumra færeyskra stjórnmálamanna hafi fengið að ráða orðavalinu?
Wednesday, November 01, 2006
Sumir foreldrar eru "alvöru"
Kollegi úr blaðamannastétt skrifaði eftirfarandi á bloggið sitt á mánudaginn:
,,Í viðtali á Morgunvaktin í morgun (30. október) talaði ungur kennari um börn sem ættu "samkynhneigða foreldra" eins og komist að orði. Rétt er að staldra við þetta orðalag, það er hvernig tveir einstaklingar af sama kyni geta eignast afkvæmi og orðið foreldrar. Hér eru endaskipti höfð á hlutunum og gangvirki sköpunarverksins snúið á haus. Ég hef alltaf talið að líf geti aðeins kviknað að þegar tveir einstaklingar, karlkyns og kvenkyns, leggi í púkk. Þannig hefur fyrirkomulagið verið, allt frá því Adam og Eva spókuðu sig um í Aldingarðinum forðum.
Sjálfsagt er að bera fulla virðingu fyrir tilfinningum þeirra sem hafa hvatir til einstaklinga af sama kyni. En um slík sambönd gildir hið sama og þegar kenndir kvikna meðal fólks á elliheimilum; ástin getur ekki borðið ávöxt. Allt annað er útúrsnúningur og rugl.
Auðvitað geta tveir einstaklingar af sama kyni verið ágætir foreldrar. Að óreyndu hefði ég hins vegar talið, með hagsmuni barna í huga, að best væri að eiga venjulegan pabba og venjulega mömmu. Eða ekki myndi ég vilja annað!"
Mér var ekkert sérstaklega skemmt, enda er ég samkynhneigt foreldri. Konan mín eignaðist tvíbura fyrir rúmum 5 árum og ég stjúpættleiddi þær nokkrum mánuðum síðar, eins og það heitir, enda vorum við í staðfestri samvist. Þær eiga það með tvær mömmur, ,,samkynhneigða foreldra", svo einfalt er það.
Og stelpunum mínum reiðir hreint bærilega af, takk :)
,,Í viðtali á Morgunvaktin í morgun (30. október) talaði ungur kennari um börn sem ættu "samkynhneigða foreldra" eins og komist að orði. Rétt er að staldra við þetta orðalag, það er hvernig tveir einstaklingar af sama kyni geta eignast afkvæmi og orðið foreldrar. Hér eru endaskipti höfð á hlutunum og gangvirki sköpunarverksins snúið á haus. Ég hef alltaf talið að líf geti aðeins kviknað að þegar tveir einstaklingar, karlkyns og kvenkyns, leggi í púkk. Þannig hefur fyrirkomulagið verið, allt frá því Adam og Eva spókuðu sig um í Aldingarðinum forðum.
Sjálfsagt er að bera fulla virðingu fyrir tilfinningum þeirra sem hafa hvatir til einstaklinga af sama kyni. En um slík sambönd gildir hið sama og þegar kenndir kvikna meðal fólks á elliheimilum; ástin getur ekki borðið ávöxt. Allt annað er útúrsnúningur og rugl.
Auðvitað geta tveir einstaklingar af sama kyni verið ágætir foreldrar. Að óreyndu hefði ég hins vegar talið, með hagsmuni barna í huga, að best væri að eiga venjulegan pabba og venjulega mömmu. Eða ekki myndi ég vilja annað!"
Mér var ekkert sérstaklega skemmt, enda er ég samkynhneigt foreldri. Konan mín eignaðist tvíbura fyrir rúmum 5 árum og ég stjúpættleiddi þær nokkrum mánuðum síðar, eins og það heitir, enda vorum við í staðfestri samvist. Þær eiga það með tvær mömmur, ,,samkynhneigða foreldra", svo einfalt er það.
Og stelpunum mínum reiðir hreint bærilega af, takk :)
Subscribe to:
Posts (Atom)